Fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV verður niðurgreidd hér á landi Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2018 19:59 Samheitalyf verður notað hérlendis og er kostnaður mánaðarskammts um 60 þúsund krónur. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit.
Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira