Musk heldur því aftur fram að björgunarmaðurinn sé barnaníðingur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 09:00 Elon Musk. Vísir/AP Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Uppfinninga- og tæknijöfurinn Elon Musk virðist enn halda því fram að hellakafari, sem starfaði við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, sé barnaníðingur. Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli þess efnis í júlí. Greint var frá málinu á Vísi en umræddur björgunarmaður og hellakafari, Vern Unsworth, gagnrýndi Musk fyrir að hafa blandað sér í björgunaraðgerðirnar. Musk svaraði Unsworth á Twitter-reikningi sínum og sagðist aldrei hafa séð hann í hellunum þar sem tælensku strákarnir sátu fastir. Musk lauk athugasemdum sínum á orðunum: „Sorrí, barnaníðingur, þú baðst um þetta“ og beindi þar orðum sínum til Unsworth.Sjá einnig: Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Ásökunum Musk var síðar eytt enda virðist aldrei hafa verið fótur fyrir þeim. Þá bað hann Unsworth afsökunar á ummælum sínum eftir að sá síðarnefndi hótaði honum lögsókn. Í gærkvöldi tók Musk hins vegar upp þráðinn að nýju er hann átti í orðaskiptum við Twitter-notanda sem minntist á atvikið.You don't think it's strange he hasn't sued me? He was offered free legal services. And you call yourself @yoda …— Elon Musk (@elonmusk) August 28, 2018 „Finnst þér ekki skrýtið að hann hafi ekki lögsótt mig? Honum bauðst ókeypis lögfræðiþjónusta,“ skrifaði Musk í svari sínu, og vísaði þar til Unsworth. Þegar Twitter-notandinn gaf lítið fyrir þessar vangaveltur uppfinningamannsins spurði Musk ítrekað hvort hann hefði rannsakað málið sjálfur, og ýjaði enn að sekt Unsworth. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Musk kemur sér í vandræði á samfélagsmiðlum. Fyrr í þessum mánuði stefndu skortsölumenn fyrirtæki Musks, Tesla, fyrir markaðsmisnotkun og svik eftir að Musk ýjaði að því á Twitter að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði.
Tesla Tengdar fréttir Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21 Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Elon Musk svarar björgunarmanninum: „Sorrý barnaperri, þú baðst um þetta“ Breski kafarinn sem gagnrýndi Elon Musk harðlega fyrir kafbát sem hann smíðaði fyrir björgunaraðgerðirnar í Taílandi hefur fengið ansi óvægin svör frá tæknifrumkvöðlinum á Twitter. 15. júlí 2018 18:21
Fjárfestar sannfærðu Musk um að halda Tesla á markaði Elon Musk, stjórnarformaður og forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla birti í gær færslu á vef framleiðandans þar sem hann lýsir því yfir að hann sé hættur við áform sín um að taka fyrirtækið af markaði. 25. ágúst 2018 09:46
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Skortsölumenn segja að yfirlýsing Elon Musk um að hann íhugaði að taka Tesla af markaði hafi verið misvísandi og kostað þá hundruð milljóna dollara. 11. ágúst 2018 13:28