Meiri einokun takk! Þorsteinn Víglundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk!
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun