Meiri einokun takk! Þorsteinn Víglundsson skrifar 18. september 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn eru miklir áhugamenn um atvinnurekstur og hafa löngum talið sig best til þess fallna að stýra því hvernig kaupin gerast á eyrinni. Langt fram eftir síðustu öld bjuggum við t.d. við svokallaða helmingaskiptareglu í pólitíkinni. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skiptu á milli sín atvinnulífinu með bróðurlegum hætti og ráku samhliða því umfangsmikla haftastefnu svo einhverjir óforskammaðir og óflokksbundnir frumkvöðlar færu sér nú ekki að voða í samkeppninni. Allt sem ekki var sérstaklega leyft var bannað! Þó svo vissulega hafi kvarnast myndarlega úr helmingaskiptakerfinu (kaupfélögin fóru jú flest á hausinn og kolkrabbinn liðaðist í sundur) þá virðist þessi ríkisforsjárhugsun enn lifa góðu lífi í huga fjölda stjórnmálamanna. Hagsmunir almennings, að búa við sem mesta samkeppni og lægst vöruverð á sem flestum sviðum, víkja allt of oft fyrir þröngum sérhagsmunum sem núverandi stjórnarflokkar virðast einhuga um að standa vörð um. Tökum nokkur dæmi. Landbúnaður er enn að stórum hluta undanþeginn samkeppnislögum og við starfrækjum enn opinbera verðlagsnefnd um verðlagningu búvara. Leigubílaþjónusta er enn bundin á klafa fákeppni með stuðningi stjórnvalda og hafa t.d. nær engin ný leyfi til leigubílaaksturs verið gefin út á undanförnum 12 árum þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað um 50 þúsund og ferðamönnum um nærri tvær milljónir á sama tíma. Póstdreifing er enn bundin við einokun. Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins eru í ríkiseigu. Starfræksla ríkisfjölmiðils fyrir skattfé er að ganga af einkareknum fjölmiðlum dauðum og ríkið er enn með einokun á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna.Aukin samkeppni vegna EES Á undanförnum 25 árum höfum við vissulega stigið fjölmörg jákvæð skref til aukinnar samkeppni á markaði. Við höfum innleitt hér nútímasamkeppnislöggjöf og sett opinberum rekstri ýmsar skorður í samkeppni við aðra aðila á markaði. Við höfum aflétt ýmsum höftum og hömlum og innleitt samkeppni á fjarskiptamarkaði, raforkumarkaði, stóreflt almenna neytendavernd og svo mætti áfram telja. Allt er þetta af hinu góða en fæst getum við þakkað íslenskum stjórnmálamönnum. Flest þessara atriða sem að framan eru nefnd hafa nefnilega verið fylgifiskar EES-samningsins.xxxMargsannað er að samkeppni, sem þó getur vissulega verið ófullkomin, skilar á endanum neytendum umtalsverðum ávinningi í lægra vöruverði og meira vöruúrvali. Samt er eins og það þurfi alltaf að sanna ávinninginn á hverjum markaði fyrir sig. Í hvert skipti sem lagt er til að opinberum samkeppnishindrunum eða einokun verði rutt úr vegi, spretta fram herdeildir íslenskra stjórnmálamanna sem vita fátt betra en ríkiseinokun. Um „þennan markað“ gildi nefnilega allt önnur lögmál en um „aðra markaði“. Það eru hins vegar sjaldnast hagsmunir neytenda sem menn hafa áhyggjur af heldur miklu fremur hagsmunir þeirra sem starfa á viðkomandi mörkuðum. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar kostnað neytenda af ofurtrú stjórnmálamanna á einokunarverslun. Flestar þær vörutegundir sem bundnar eru umtalsverðum samkeppnishindrunum hafa hækkað mun meira en þær vörur sem seldar eru óhindrað á markaði. Fátt hefur t.d. hækkað meira á undanförnum tveimur áratugum en póstþjónusta, akstur leigubíla, heilbrigðisþjónusta eða opinber þjónusta. Þrátt fyrir þetta virðist slagorð ríkisstjórnarflokkanna og raunar fleiri vera meiri einokun takk! Ég segi nei takk!
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun