Bretland úr EES Michael Nevin skrifar 21. desember 2018 07:00 Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Bresk og íslensk stjórnvöld, ásamt hinum EFTA-ríkjunum í EES, Noregi og Liechtenstein, hafa nú gert með sér samkomulag um aðgerðir sem nauðsynlegar eru vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. Samkomulagið nær yfir ýmis tæknileg atriði á sviði viðskipta, svo sem vöruflutninga, gagnavernd, hugverkarétt o.fl., en það sem mestu máli skiptir er að það kveður á um gagnkvæm borgararéttindi. Samkomulagið tryggir að breskir borgarar búsettir á Íslandi og Íslendingar búsettir í Bretlandi haldi svo gott sem óbreyttum réttindum eftir útgöngu Bretlands úr ESB og EES, frá lokum aðlögunartímabilsins, þ.e. árslokum 2020. Aðlögunartímabilið hefst við formlega útgöngu Bretlands úr ESB 29. mars nk. og lýkur um áramótin 2020-2021. Yfir 2.000 íslenskir ríkisborgarar eiga lögheimili í Bretlandi og um 1.000 breskir á Íslandi. Réttindin sem um ræðir ná til búsetu, heilbrigðisþjónustu, lífeyris og menntunar, félagslegrar þjónustu og viðurkenningar atvinnuréttinda. Finna má samkomulagið og nánari upplýsingar á gov.uk og Facebook-síðu sendiráðsins, UKinIceland. Þótt frumvarpið um útgöngusamning Bretlands úr ESB sé enn í meðförum breska þingsins hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti dvalið áfram í Bretlandi, hvernig sem samningum um útgönguna úr ESB lyktar, þar með talið ef til samningslausrar útgöngu („No deal Brexit“) skyldi koma. Það gleður mig að íslenskir ráðamenn hafa gefið sambærilegar yfirlýsingar varðandi rétt breskra borgara á Íslandi. Í tilfelli samningslausrar útgöngu yrði gerður sér-samningur um borgararéttindi og verið er að ræða útfærsluatriði, í því skyni að gefa fólki eins mikla vissu og hægt er fyrir því að það haldi réttindum sínum. Unnt reyndist að gera nýja samkomulagið við EFTA-ríkin í EES vegna sameiginlegs vilja allra hlutaðeigandi ríkisstjórna að setja það í algeran forgang að tryggja réttindi borgaranna. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB-útgönguna sumarið 2016, og í gegn um allt ferlið síðan, hafa íslensk stjórnvöld verið mjög jákvæður samningsaðili. Bresk stjórnvöld meta þetta mikils, enda skapar það verðmætan grunn að öðrum samningum um sameiginlega framtíð okkar, meðal annars í viðskiptum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar