Rannsaka möguleg tengsl Skrípalmálsins við eiturárás í Búlgaríu Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 10:34 Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir þarlenda lögreglumenn vinna með breskum lögreglu- og leyniþjónustumönnum að rannsókninni. Vísir/EPA Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu. Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Forsætisráðherra Búlgaríu segir að breskir rannsóknarlögreglumenn vinni nú með lögreglunni þar í landi að rannsókn á mögulegum tengslum taugaeitursárásarinnar á Sergei Skrípal í fyrra og óupplýstrar árásar á búlgarskan vopnasala árið 2015. Emilian Gebrev, eignandi vopnaverksmiðju, sonur hans og einn stjórnenda fyrirtækis hans urðu fyrir eitrun árið 2015. Þeir féllu í dá en lifðu eitrunina af. Málið hefur aldrei verið upplýst. Eftir að eitrað var fyrir Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra hafði Gebrev samband við búlgarska saksóknara og lét þá fá niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á þeim árið 2015. The Guardian segir að Gebrev telji að þremenningunum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok sem notað var í tilræðinu gegn Skrípal. Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, segir að þegar yfirvöld hafi heyrt af möguleikanum á að novichok hafi komið við sögu hafi þau þegar sett sig í samband við bresk stjórnvöld. Það hafi gerst fyrir nokkrum mánuðum. Vefsíðan Bellingcat, sem ljóstraði upp um nöfn tilræðismanna Skrípal í fyrra, birti frétt í síðustu viku þar sem kom fram að annar grunaður rússneskur leyniþjónustumaður hafi bæðið verið í Búlgaríu þegar eitrað var fyrir Gebrev og í Bretlandi þegar árásin á Skrípal var gerð. Sjálfur segist Gebrev ekki vita hvers vegna rússneska leyniþjónustan hefði átt að vilja eitra fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að hafa komið nærri Skrípal-tilræðinu.
Bretland Búlgaría England Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira