Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 20:22 Kellyanne Conway er ráðgjafi í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni og ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum. Assange var handtekinn fimmtudag. Reuters greinir frá. Assange hafði dvalið í sendiráði Ekvadors í London í sjö ár áður en hann var handtekinn en samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Bretlandi var henni boðið inn í sendiráðið eftir að Assange missti hæli sitt hjá ekvadorískum yfirvöldum. Í framhaldinu tilkynntu saksóknarar í Bandaríkjunum að Assange yrði ákærður fyrir samsæri með Chelsea Manning sem leiddi til þess að þau komust yfir leynileg gögn sem var síðar lekið. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Assange hafa verið handtekinn á grundvelli framsalssamnings milli Bandaríkjanna og Bretlands en lögfræðingar hans óttast að hann verði fyrir pyndingum af hálfu yfirvalda vestanhafs verði hann framseldur. Í viðtali við NBC sagðist Conway ekki halda að Trump hefði vitað af handtökunni en hún dragi þá ályktun af samtölum þeirra að hann sé mótfallinn því að upplýsingum sé lekið. Þá ættu þeir sem gera slíkt að hugsa sig þrisvar um. Ummæli Conway hafa vakið furðu á meðal margra en árið 2016 sagðist Trump „elska Wikileaks“ eftir að síðan birti tölvupósta sem Hillary Clinton hafði sent. Á föstudag tjáði forsetinn sig um handtökuna og sagðist ekki hafa neina skoðun á henni þar sem hann vissi ekkert um Wikileaks. Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni og ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum. Assange var handtekinn fimmtudag. Reuters greinir frá. Assange hafði dvalið í sendiráði Ekvadors í London í sjö ár áður en hann var handtekinn en samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Bretlandi var henni boðið inn í sendiráðið eftir að Assange missti hæli sitt hjá ekvadorískum yfirvöldum. Í framhaldinu tilkynntu saksóknarar í Bandaríkjunum að Assange yrði ákærður fyrir samsæri með Chelsea Manning sem leiddi til þess að þau komust yfir leynileg gögn sem var síðar lekið. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Assange hafa verið handtekinn á grundvelli framsalssamnings milli Bandaríkjanna og Bretlands en lögfræðingar hans óttast að hann verði fyrir pyndingum af hálfu yfirvalda vestanhafs verði hann framseldur. Í viðtali við NBC sagðist Conway ekki halda að Trump hefði vitað af handtökunni en hún dragi þá ályktun af samtölum þeirra að hann sé mótfallinn því að upplýsingum sé lekið. Þá ættu þeir sem gera slíkt að hugsa sig þrisvar um. Ummæli Conway hafa vakið furðu á meðal margra en árið 2016 sagðist Trump „elska Wikileaks“ eftir að síðan birti tölvupósta sem Hillary Clinton hafði sent. Á föstudag tjáði forsetinn sig um handtökuna og sagðist ekki hafa neina skoðun á henni þar sem hann vissi ekkert um Wikileaks.
Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44