Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:43 Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær. Mynd/Lögregla í Marokkó Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu og ákváðu því að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Þetta hefur norska dagblaðið VG upp úr gögnum málsins. Konurnar tvær, hin norska Maren Ueland og hin danska Louisa Vesterager-Jespersen, voru á bakpokaferðalagi í Imlil-fjöllum í Atlasfjallgarðinum í Marokkó þegar þær voru myrtar á hrottalegan hátt í tjaldi sínu. Þrír marokkóskir menn, auk vitorðsmanns, hafa verið ákærðir fyrir að hafa framið morðin og tuttugu til viðbótar fyrir aðild að þeim.Myrtu konurnar á „ISIS-mátann“ Í skjölunum eru raktar ítarlegar lýsingar mannanna á aðdraganda morðanna og verknaðinum sjálfum. Þá segja þeir frá hollustu sinni við ISIS og lýsa því hvernig þeir leituðu uppi ferðamenn til að myrða þá á „ISIS-mátann“. Mennirnir hittust reglulega og ræddu „hnignun“ samfélagsins í Marokkó, sem þeir töldu ekki samræmast ofsatrú sinni. Þá hafi dreymt um að fara til Sýrlands og berjast í nafni ISIS en ekki haft efni á ferðalaginu.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookÞeir sættust því á að stofna hryðjuverkahóp, sverja ISIS hollustu sína, og sitja fyrir erlendum ferðamönnum í Imlil-fjöllum. Þeir hafi gengið um fjöllin í nokkra daga og komu auga á „mörg möguleg fórnarlömb“ áður en þeir ákváðu að myrða Maren og Louisu.Segist sjá eftir morðunum Þá er haft eftir hryðjuverkamönnunum að konurnar hafi verið að tjalda þegar þeir komu auga á þær. Einn mannanna skar gat á tjaldið og réðust þeir því næst til atlögu. Þá játaði annar mannanna að hafa tekið morðin upp á myndband, sem síðar komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. Einn mannanna sagðist jafnframt sjá eftir morðunum. Þá áttu þremenningarnir sér vitorðsmann, sem var á ferð með þeim í fjöllunum, en hann tók þó ekki þátt í morðunum með beinum hætti. Talið er að hann hafi verið að undirbúa felustað fyrir félaga sína á meðan þeir frömdu voðaverkið. Þessi fjórði maður gleymdi jafnframt skilríkjum sínum í tjaldinu, sem leiddi að lokum til handtöku þremenninganna. Réttarhöld yfir 24 mönnum í tengslum við morðin, og þar á meðal höfuðpaurunum fjórum, hefjast í Marokkó á morgun, 16. maí. Verjandi mannanna segir í samtali við VG hann búist við því að þeir játi á sig hryðjuverk er þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05 Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Réttarhöldunum í Marokkó frestað Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. 2. maí 2019 15:05
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29