„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 10:25 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Vísir/EPA Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30