Rússar harma að hafa rofið lofthelgi Suður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:27 Rússneska vélin var af gerðinni Beriev A-50. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland. Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tæknilegur galli varð til þess að rússnesk herflugvél flaug inn í lofthelgi Suður-Kóreu í gær, að sögn rússneska hersins. Harmar hann uppákomuna en suður-kóreskar herþotur skutu viðvörunarskotum að rússnesku vélinni þegar hún fór í tvígang inn í lofthelgina. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði í fyrstu alfarið að rússnesk herflugvél hefði rofið lofthelgina. Vélin hefði tekið þátt í sameiginlegu loftferðaeftirliti rússneskra og kínverskra herflugvéla yfir Japanshafi og Austur-Kínahafi. Það fyrsta samstarf af slíku tagi á milli ríkjanna. Nú segir embætti forseta Suður-Kóreu að rússneskur embættismaður hafi harmað atvikið við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið og kennt tæknilegu vandamáli um það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússar hafa ekki staðfest þá lýsingu opinberlega. Þá hafa kínversk stjórnvöld neitað því að flugvélar þaðan hafi inn fyrir lögsögu Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Seúl sögðu að þrjár rússneskar vélar og tvær kínverskar hefðu farið inn fyrir loftferðaeftirlitssvæði landsins þar sem erlendar vélar þurfa að gera grein fyrir sér. Önnur rússnesk vél hafi svo farið inn fyrir lofthelgina. Atvikið átti sér stað yfir Dokdo/Takeshima-eyjar sem Suður-Kóreumenn og Japanir deila um yfirráð yfir. Japönsk stjórnvöld hafa mótmælt uppákomunni við bæði Suður-Kóreu og Rússland.
Japan Kína Rússland Suður-Kínahaf Suður-Kórea Tengdar fréttir Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skutu á rússneska herþotu í lofthelgi Suður-Kóreu Rússnesk herþota rauf lofthelgi Suður-Kóreu í morgun. Atvikið er sagt það fyrsta sinna tegundar á milli ríkjanna tveggja. 23. júlí 2019 07:47