Drekinn sýnir klærnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 09:45 Greinendur segja Kínverja hafa varið um 250 milljörðum dala til herafla síns í fyrra. Bandaríkin vörðu 650 milljörðum. AP/Mark Schiefelbein Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. Af þessu tilefni var haldin umfangsmikil hersýning í Peking þar sem Xi Jinping, forseti Kína, virti herafla landsins fyrir sér. Meðal annars var ný tegund eldflauga sýnd en sú getur borið kjarnorkuvopn og er sérstaklega hönnuð til að komast fram hjá eldflaugavörnum annarra ríkja eins og Bandaríkjanna. „Engin öfl geta dregið úr stöðu móðurlands okkar og ekkert afl getur stöðvað framþróun kínverska fólksins og kínversku þjóðarinnar,“ sagði Jinping í ræðu sem sjónvarpað var um allt landið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ræða hans var haldin á sama stað og Mao Zedong lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins eftir blóðuga uppreisn árið 1949. Í skrúðgöngunni keyrði Xi framhjá hermönnum og vopnum þeirra og kallaði til þeirra; „Sælir félagar“. Hermennirnir svöruðu; „Sæll, leiðtogi“ og „Við þjónum fólkinu.“ Á meðan var þyrlum og flugvélum flogið yfir hátíðarsvæðið. Hér má sjá samantekt CNA frá skrúðgöngunni. Hersýningin þykir til marks um hraða framþróun kínverska hersins. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Á síðasta áratugi hafa framlög til herafla landsins aukist um 400 prósent. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Greinendur segja Kínverja hafa varið um 250 milljörðum dala til herafla síns í fyrra. Bandaríkin vörðu 650 milljörðum. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Mestur áhugi er þó á Dongfeng-17 eldflauginni sem er hönnuð til að bera kjarnorkuvopn. Sú eldflaug getur á að geta ferðast á margföldum hljóðhraða. Þar að auki á að vera mjög erfitt að greina hana með ratsjám og ku hún vera mjög hreyfanleg. Það þýðir að hún getur breytt um stefnu oft og auðveldlega svo mun erfiðara er að skjóta hana niður. Einnig var Dongfeng-21D sýnd en henni er sérstaklega ætlað að granda herskipum í allt að 1.500 kílómetra fjarlægð. Kínverjar sýndu einnig eldflaugina Dongfeng-41 sem talið er að geti drifið allt að 15 þúsund kílómetra og að hún geti borið allt að tíu kjarnorkuvopn. Það gerir DF-41 að langdrægustu kjarnorkueldflaug heimsins. Þróun þessara eldflauga þykir til marks um viðleitni yfirvalda Kína til að velta Bandaríkjunum úr sessi sem leiðandi afl í Austur-Asíu og tryggja tilkall þeirra til Suður-Kínahafs og Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni beita herafli til að ná yfirráðum yfir Taívan og í ræðu sinni ítrekaði Xi að Kommúnistaflokkur Kína ætlaði sér að sameina Taívan við meginlandið og það með afli, ef svo þyrfti. Enginn gæti komið í veg fyrir sameininguna. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Kína varið miklu púðri í að einangra Taívan. Kínverjar hafa lengið reynt að þvinga erlend fyrirtæki, eins og flugfélög og ferðaskrifstofur, til að skilgreina Taívan sem hluta af Kína og þar að auki hafa þeir fengið önnur ríki til að slíta pólitísku samstarfi við Taívan. Um fimmtán þúsund hermenn komu að skrúðgöngunni.AP/Mark Schiefelbein Flugvélum og þyrlum var flogið yfir skrúðgönguna.AP/Ng Han Guan Dongfeng-17 eldflaugin er sögð geta flogið á margföldum hljóðhraða og geta borið kjarnorkuvopn.AP/Mark Schiefelbein Skrúðgangan þykir til marks um hraða framþróun kínverska hersins.AP/Mark Schiefelbein Skriðdrekar og önnur brynvarin farartæki voru til sýnis.AP/Ng Han Guan Kínverjar sýndu einnig nýja dróna.AP/Ng Han Guan Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum.AP/Ng Han Guan Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. 16. september 2019 12:01 Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. 5. september 2019 12:13 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Tollastríð Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Útlit er fyrir að Kína leggi 10% innflutningstoll á vörur frá Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa undanfarið verið stirð. Ólíklegt er að ákvörðunin bæti samband ríkjanna. 23. ágúst 2019 14:25 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. Af þessu tilefni var haldin umfangsmikil hersýning í Peking þar sem Xi Jinping, forseti Kína, virti herafla landsins fyrir sér. Meðal annars var ný tegund eldflauga sýnd en sú getur borið kjarnorkuvopn og er sérstaklega hönnuð til að komast fram hjá eldflaugavörnum annarra ríkja eins og Bandaríkjanna. „Engin öfl geta dregið úr stöðu móðurlands okkar og ekkert afl getur stöðvað framþróun kínverska fólksins og kínversku þjóðarinnar,“ sagði Jinping í ræðu sem sjónvarpað var um allt landið, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ræða hans var haldin á sama stað og Mao Zedong lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins eftir blóðuga uppreisn árið 1949. Í skrúðgöngunni keyrði Xi framhjá hermönnum og vopnum þeirra og kallaði til þeirra; „Sælir félagar“. Hermennirnir svöruðu; „Sæll, leiðtogi“ og „Við þjónum fólkinu.“ Á meðan var þyrlum og flugvélum flogið yfir hátíðarsvæðið. Hér má sjá samantekt CNA frá skrúðgöngunni. Hersýningin þykir til marks um hraða framþróun kínverska hersins. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Á síðasta áratugi hafa framlög til herafla landsins aukist um 400 prósent. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Greinendur segja Kínverja hafa varið um 250 milljörðum dala til herafla síns í fyrra. Bandaríkin vörðu 650 milljörðum. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum Mestur áhugi er þó á Dongfeng-17 eldflauginni sem er hönnuð til að bera kjarnorkuvopn. Sú eldflaug getur á að geta ferðast á margföldum hljóðhraða. Þar að auki á að vera mjög erfitt að greina hana með ratsjám og ku hún vera mjög hreyfanleg. Það þýðir að hún getur breytt um stefnu oft og auðveldlega svo mun erfiðara er að skjóta hana niður. Einnig var Dongfeng-21D sýnd en henni er sérstaklega ætlað að granda herskipum í allt að 1.500 kílómetra fjarlægð. Kínverjar sýndu einnig eldflaugina Dongfeng-41 sem talið er að geti drifið allt að 15 þúsund kílómetra og að hún geti borið allt að tíu kjarnorkuvopn. Það gerir DF-41 að langdrægustu kjarnorkueldflaug heimsins. Þróun þessara eldflauga þykir til marks um viðleitni yfirvalda Kína til að velta Bandaríkjunum úr sessi sem leiðandi afl í Austur-Asíu og tryggja tilkall þeirra til Suður-Kínahafs og Taívan. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa sífellt meiri áhyggjur af því að Kínverjar muni beita herafli til að ná yfirráðum yfir Taívan og í ræðu sinni ítrekaði Xi að Kommúnistaflokkur Kína ætlaði sér að sameina Taívan við meginlandið og það með afli, ef svo þyrfti. Enginn gæti komið í veg fyrir sameininguna. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum. Lýðveldið Kína var í raun stofnað 1912 á meginlandi Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Núverandi ríkisstjórn Taívan er hliðholl því að lýsa formlega yfir sjálfstæði. Bandaríkin hafa lengi átt í óformlegum samskiptum við Taívan og varnarsamstarfi en viðurkenna hins vegar ekki Taívan opinberlega. Undir stjórn Donald Trump hafa samskipti Taívan og Bandaríkjanna hins vegar orðið formlegri. Bandaríkin og Taívan hafa gert tvo sáttmála sín á milli og hefur það valdið miklum áhyggjum í Peking. Undanfarna mánuði hafa yfirvöld Kína varið miklu púðri í að einangra Taívan. Kínverjar hafa lengið reynt að þvinga erlend fyrirtæki, eins og flugfélög og ferðaskrifstofur, til að skilgreina Taívan sem hluta af Kína og þar að auki hafa þeir fengið önnur ríki til að slíta pólitísku samstarfi við Taívan. Um fimmtán þúsund hermenn komu að skrúðgöngunni.AP/Mark Schiefelbein Flugvélum og þyrlum var flogið yfir skrúðgönguna.AP/Ng Han Guan Dongfeng-17 eldflaugin er sögð geta flogið á margföldum hljóðhraða og geta borið kjarnorkuvopn.AP/Mark Schiefelbein Skrúðgangan þykir til marks um hraða framþróun kínverska hersins.AP/Mark Schiefelbein Skriðdrekar og önnur brynvarin farartæki voru til sýnis.AP/Ng Han Guan Kínverjar sýndu einnig nýja dróna.AP/Ng Han Guan Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum.AP/Ng Han Guan
Bandaríkin Kína Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. 16. september 2019 12:01 Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. 5. september 2019 12:13 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Tollastríð Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Útlit er fyrir að Kína leggi 10% innflutningstoll á vörur frá Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa undanfarið verið stirð. Ólíklegt er að ákvörðunin bæti samband ríkjanna. 23. ágúst 2019 14:25 Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. 16. september 2019 12:01
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Bauðst til að selja Trump nýja hljóðfráa eldflaug Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar muni framleiða nýjar tegundir eldflauga sem voru áður bannaðar í sáttmála á milli Rússlands og Bandaríkjanna (INF) sem rann út í síðasta mánuði. 5. september 2019 12:13
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Tollastríð Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Útlit er fyrir að Kína leggi 10% innflutningstoll á vörur frá Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa undanfarið verið stirð. Ólíklegt er að ákvörðunin bæti samband ríkjanna. 23. ágúst 2019 14:25
Norðmenn ætla ekki að úthýsa Huawei Yfirvöld Bandaríkjanna hafa að undanförnu þrýst á Noreg, og fjölda annarra ríkja eins og Ísland, að úthýsa Huawei. 26. september 2019 11:24