Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 07:30 Mikið álag er á starfsfólki spítalans og er mikið um veikindi. Páll segir að vanda þurfi til verka ef ekki eigi að auka álagið. Fréttablaðið/Eyþór „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu eftir því sem hægt er. Beinar aðhaldsaðgerðir snúa helst að stoðþjónustunni og rekstrarkostnaði ýmsum. Engu að síður er meginkostnaður spítalans í launum og þar verður því miður að taka á,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Í gær lauk yfirferð æðstu stjórnenda spítalans yfir aðhaldsaðgerðir. „Aðhaldsaðgerðunum miðar ágætlega. Við erum búin að velta við hverjum steini. Við erum með fjölda aðgerða sem hljóða samtals upp á rúman milljarð á þessu ári. Á ársgrundvelli þýðir það aðgerðir upp á um tvo og hálfan milljarð.“ „Við erum að tala um frestun ýmissa viðhaldsverkefna þó það verði áfram vinna í gangi. Það er verið að draga úr aðkeyptri þjónustu,“ segir Páll. Þá verður hætt með svokallað Hekluverkefni með nýjum kjarasamningum, en það verkefni var útfærsla á launahækkun til að hvetja til hærra starfshlutfalls. Auk þess verður hætt að greiða vaktaálagsauka til hjúkrunarfræðinga sem og annarra stétta í vaktaþjónustu. „Við erum að setja háa aðhaldskröfu á stoðsviðin okkar, það eru svið sem lúta ekki að klínískri þjónustu,“ segir Páll. Þá sé búið að fækka og lækka laun framkvæmdastjóra ásamt því að aðhald í lyfjakostnaði hefur verið aukið og hægt á endurnýjun á tölvubúnaði.Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti klínískri þjónustu. Við ætlum að vernda hana eins og við getum. Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansMikið hefur verið rætt um álag á starfsfólki spítalans síðustu ár og eru veikindi starfsmanna Landspítalans heilt yfir frekar algeng. Í fyrra var hlutfallið á bilinu 5,5 og 8,6 prósent. Metið er í hverju tilfelli fyrir sig hvort kallað er á annan starfsmann á aukavakt og segir Páll að það verði reynt að hafa meira aðhald í því. Aðspurður hvaða áhrif aðhaldsaðgerðirnar komi til með að hafa á starfsfólkið segir Páll það verða áskorun að halda vinnustaðnum góðum og öflugum. „Okkar kjarnamarkmið, okkar hlutverk, er að halda úti þjónustu við sjúklinga. Við ætlum að vernda hana eins og við getum,“ segir Páll. Ekki verður þó allt skorið niður. Til dæmis fær samgöngupakki starfsmanna að halda sér. „Vegna samfélagslegrar ábyrgðar og auðvitað sem stuðning við starfsfólk þá töldum við rétt að halda samgöngupakkanum inni og samningnum við Strætó bs. um að starfsmenn fái ódýrari strætókort, samningur sem hefur gefið góða raun,“ segir Páll. „Við veltum við þessum steini, en honum var velt aftur á réttuna.“ Páll segir óvíst hversu lengi aðhaldið mun standa yfir. Fram undan eru viðræður við Alþingi, fjárlaganefnd og fjármálaráðuneytið um launabætur. „Við teljum vanta launabætur fyrir ýmsa kjarasamninga. Það er eins og dulin hagræðingarkrafa þegar við fáum ekki bætur fyrir launin sem við greiðum sannarlega. Við fáum fjármagn til að greiða laun frá Fjársýslu ríkisins,“ segir Páll. „Þetta er tæknilegt mál um hvernig þessar kjarabætur eru reiknaðar í samningum. Oft eru þetta flóknir samningar og gerðir með nýjum hætti eins og læknasamningarnir árið 2015 svo dæmi sé tekið. Þetta er samtal sem við eigum í núna við fjárveitingarvaldið,“ bætir hann við.Aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum • Há aðhaldskrafa á stoðsvið • Frestun ýmissa viðhaldsverkefna • Dregið úr aðkeyptri þjónustu • Hætt með Hekluverkefni • Hætt að greiða vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga • Frí verði tekin, ekki greitt út • Aðhald í lyfjakostnaði • Hægt á endurnýjun tölvubúnaðar • Starfsmannavelta notuð til að fækka starfsfólki • Dregið úr greiddri yfirvinnu • Dregið úr ferðakostnaði • Aðhald í innkaupum • Hagrætt í vinnuskipulagi lækna • Dregið úr ferðakostnaði • Laun framkvæmdastjóra lækkuð • Föst yfirvinna endurskoðuð
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira