Stærðfræðin opnar dyr Svana Helen Björnsdóttir skrifar 11. október 2019 07:00 Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á þessu hausti eru 100 ár liðin frá stofnun stærðfræðideildar í Menntaskólanum í Reykjavík. Af þessu tilefni var nýverið haldið skemmtilegt málþing um notkun stærðfræði og mikilvægi góðrar stærðfræðikennslu á Sal MR. Stærðfræði er nauðsynlegur grunnur að tæknilegri nýsköpun á mörgum sviðum. Það er engin tilviljun að frumkvöðlar í stafni tæknilegrar nýsköpunar og atvinnuþróunar á ótal sviðum skuli koma úr hópi tæknimenntaðs fólks með góðan stærðfræðigrunn. Flest þau fyrirtæki sem við Íslendingar erum hvað stoltastir af byggja á góðri stærðfræði- og raungreinaþekkingu. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti skemmtilegt erindi á málþinginu þar sem hann sýndi að stærðfræði er undirstaða gervigreindar og djúpnáms tölva, sem fjórða iðnbyltingin byggir á. Hún er nú hafin með tölvu- og reiknistuddri þjónustu af ýmsu tagi, m.a. fullsjálfvirkri framleiðslu, sjálfstýrðum skipum og bílum. Stærðfræði er stoð undir þessu öllu. Nú hefur framhaldsskólanámi á Íslandi verið breytt verulega og það hefur m.a. verið á kostnað stærðfræði- og eðlisfræðikennslu sem hefur verið meiri í MR en sumum öðrum framhaldsskólum. Að mínum dómi hefur verið gengið of langt í því að skerða nám í þessum fögum. Sérkenni MR og annarra framhaldsskóla sem lagt hafa áherslu á raungreinanám hafa verið rýrð. Þetta hefur minnkað tækifæri þeirra mörgu metnaðarfullu nemenda sem hafa sett markið hátt í lífinu og vilja standast alþjóðlega samkeppni. Góður stærðfræðigrunnur frá framhaldsskóla er eins og lykill sem opnar nemendum leið inn í „raungreinarýmið“. Slíkur grunnur auðveldar fólki nám, m.a. í verkfræði og hvers kyns raunvísindum en það eru einmitt þau svið sem eru undirstöður tæknilegrar nýsköpunar. Miklu skiptir að stjórnvöld standi vörð um metnaðarfullt stærðfræðinám því það er forsenda þess að Íslendingar geti nýtt sér 4. iðnbyltinguna. Við þurfum að snúa af þeirri óheillavegferð sem stjórnvöld hafa, vonandi ómeðvitað, markað með því að takmarka verulega það nám sem í boði er í stærðfræði og raungreinum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun