Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Björn Þorfinnsson skrifar 21. október 2019 06:00 Loft er lævi blandið í Santiago, höfuðborg Chile. Nordic Photos/Getty Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín. Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira