Af hverju hugsum við ekki meira eins og börnin? Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 14:45 Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst....
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun