Mikilvægt að notkun sýklalyfja hér sé hófleg Björn Þorfinsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Reynt er að hindra að alónæmar bakteríur berist hingað. Getty/Westend61 Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira