Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. júní 2020 08:00 Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Seðlabankinn Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór kannski ekki mikið fyrir því en vextirnir sem við höfum verið að biðja um í gegnum árin eru mættir á svæðið. Það hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að hægt væri að taka óverðtryggt húsnæðislán á ríflega 4% vöxtum en nú er svo komið að okkur bjóðast óverðtryggð lán á svipuðum vöxtum og fylgdu verðtryggðri lántöku fyrir fáeinum árum. Vaxtalækkanirnar koma bæði til af góðu og slæmu. Framan af treysti peningastefnunefnd Seðlabankans sér til að lækka nokkuð vexti vegna óvenju mikils stöðugleika í verðlagi og verðbólguvæntingum en upp á síðkastið hafa stór lækkunarskref verið stigin til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19. Stóru tíðindin fyrir almenning eru þau að segja má að óverðtryggð íbúðalán séu nú í fyrsta sinn aðgengilegur og raunhæfur kostur fyrir almenning og mikilvægi þess skal ekki vanmetið. Vextirnir eru ekki víðsfjarri því sem bjóðast húsnæðiseigendum vestanhafs og á svipuðum slóðum og Danir fengu fyrir um áratug. Vissulega hafa vextir einnig lækkað heilmikið víða í Evrópu og áður óþekkt vaxtakjör í boði en þó við séum enn með hærri vexti en nágrannalöndin blasir gjörbreyttur lánamarkaður við íslenskum neytendum. Sem dæmi má nefna að 30 milljón króna lán í ársbyrjun 2013 gat borið um 7% óverðtryggða vexti, en í dag um 3,7% vexti hjá sömu lánastofnun. Munar þar um 80.000 krónum á mánuði í greiðslubyrði. Fleiri geta því tekið óverðtryggð lán, borgað þau upp á skemmri tíma, komið sér þaki yfir höfuðið eða haft meira fjárhagslegt svigrúm en áður. En er þetta lága vaxtastig komið til að vera? Við í Greiningu Íslandsbanka spáum því að vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum hafi verið sú síðasta í bili en ekki sé ólíklegt að eitt skref verði stigið til viðbótar þegar líður á árið. Rétti efnahagslífið nokkuð fljótlega úr kútnum að nýju má búast við einhverjum vaxtahækkunum en ef nýju hagvaxtartímabili fylgir þokkalegur stöðugleiki er ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að halda vöxtum lægri en við höfum áður þekkt hér á landi. Það væri svo sannarlega kærkomin kjarabót. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun