Vildi kynlíf á klósettinu í flugvél og réðst á áhöfnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 19:31 Konan var á ferðalagi með flugfélaginu Etihad. Vísir/Getty Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar. Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar.
Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira