Solskjær: Versti hálfleikur tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:30 Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn á Old Trafford í gær. Getty/Tom Purslow Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Manchester United gat þakkað fyrir að tapa bara 3-1 á heimavelli í gærkvöldi í fyrri undanúrslitaleik sínum á móti Manchester City í enska deildabikarnum og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær var heldur ekkert að fegra hlutina. Manchester United lenti 3-0 undir í fyrir hálfleik en auk þess klúðruðu leikmenn City hverju dauðafærinu á fætur öðru. Manchester City hefði auðveldega vera fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ole Gunnar Solskjær segir að leikmenn sínir hafi misst hausinn eftir að Bernardo Silva kom Manchester City yfir á 17. mínútu. „Liðið hefur ekki spilað verr á þessu tímabili en það gerði frá fimmtándu mínútu til hálfleiks. Við réðum ekki við áfallið að fá á okkur þetta mark. Núna þurfum við að klífa fjall,“ sagði Ole Gunnar Solskjær eftir leikinn. Riyad Mahrez kom Manchester City í 2-0 á 33. mínútu og þriðja markið var sjálfsmark Andreas Pereira. Raheem Sterling óð í færum en var fyrirmunað að skora. Yfirburðirnir voru það miklir að margir voru farnir að hugsa til 6-1 tap United á móti City árið 2011. Leikmenn Manchester United sluppu hins vegar inn í hálfleikinn bara 3-0 undir og Marcus Rashford minnkaði síðan muninn í síðari hálfleik sem var mun betri hjá United liðinu. Ole Gunnar Solskjaer says Manchester United's first-half performance in the Manchester derby was the "worst" he's seen from his players this season.https://t.co/KlZ7Fs50Pb#bbcfootballpic.twitter.com/D2GlJ54hLs— BBC Sport (@BBCSport) January 8, 2020 Manchester City er vissulega í lykilstöðu eftir 3-1 sigur á útivelli en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola talaði varlega eftir leikinn. „Þetta eru ekki þrjú stig og þetta er ekki búið. Þeir eru með hættulegt lið. Á síðasta tímabili töpuðu þeir með sama mun á heimavelli á móti PSG en fóru síðan til Fraklands og komust áfram,“ sagði Pep Guardiola. Seinni leikurinn fer fram 29. janúar en áður mun Manchester United liðið spila við Wolves í endurteknum leik í enska bikarnum og mæta síðan Liverpool á Anfield. „Ég hef sagt það áður að við lögum þetta ekki á einum degi. Þetta er eitthvað sem við erum byrjaðir á og við eigum enn langt í land en þetta er líka eitthvað sem varð að gerast,“ sagði Solskjær en þetta var þriðja tap Manchester United í síðustu sex leikjum. Manchester City show modern United the extent of their problems, and Phil Jones is not even top of the list, writes @TelegraphDuckerhttps://t.co/LZHT35kX37— Telegraph Football (@TeleFootball) January 7, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira