Skora ekki hjá Liverpool liðinu ef Joe Gomez byrjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 14:00 Joe Gomez er ennþá bara 22 ára gamall og er því framrtíðarmaður fyrir Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum. Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira