4. eða 11. apríl gæti orðið risadagur fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu á móti Tottenham. Getty/ Adam Davy Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Sjá meira