Grunur um kórónaveirusmit á Bretlandseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 17:37 Starfsmaður á lestarstöð í Wuhan skimar fyrir farþegum með hita. Almenningssamgöngum til borgarinnar hefur verið lokað vegna faraldursins. Vísir/EPA Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003. Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fimm einstaklingar eru nú til meðferðar og rannsóknar á sjúkrahúsum á Skotlandi og Norður-Írlandi vegna gruns um að fólkið hafi smitast af nýju afbrigði kórónaveiru. Fólkið var allt nýkomið frá kínversku borginni Wuhan þar sem veiran greindist fyrst. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á Skotlandi sé verið að rannsaka fjóra einstaklinga og í Belfast sé karlmaður í einangrun vegna gruns um að hann sé smitaður af veirunni. Sá flaug til Belfast frá Kína um helgina og hafði áður dvalið í Wuhan. Talið er að náðst hafi að einangra sjúklinginn í tæka tíð. Átján manns eru látnir og á sjöunda hundrað hafa smitast af völdum kórónaveirunnar. Fyrstu smitin voru tengd við markað með lifandi dýr í borginni en síðan hefur verið staðfest að veiran berst á milli manna. Einkennin sem veiran veldur eru sögð minna á lungnabólgu. Kínversk yfirvöld hafa lokað fyrir umferð til og frá Wuhan, þar sem ellefu milljónir manna búa, og Huanggang, þar sem sex milljónir manna búa, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Tilfelli hafa engu að síður greinst í Taílandi, Singapúr og Víetnam. Nokkur ríki hafa tekið til við að skima fyrir veirunni á flugvöllum. Svæðisstjórnin í Wuhan segist ætla að byggja nýjan sérfræðispítala þar sem tekið verður á móti sjúklingum með veiruna á aðeins sex dögum. Slíkt var gert í Beijing í SARS-faraldrinum árið 2003.
Bretland Kína Norður-Írland Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54 Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28 Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03 Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Áhyggjur Wuhan-búa fara vaxandi Kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. 23. janúar 2020 07:54
Stöðva samgöngur vegna Wuhan-veirunnar Veiran hefur dregið minnst 17 til dauða, en staðfest tilfelli um smit eru 440. 22. janúar 2020 19:28
Talið líklegt að Wuhan-veiran berist til Evrópu Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) telur líklegt að Wuhan-veiran geti borist til Evrópu og þá sérstaklega til landa og/eða svæða sem eru með beinar flugsamgöngur til Wuhan-borgar í Kína. 23. janúar 2020 14:03
Loka annarri borg í Kína Yfirvöld Kína hafa tilkynnt að annarri borg, Huanggang, sem liggur nærri Wuhan. 23. janúar 2020 11:01