Hræðsluáróður eða blákalt raunsæi? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:00 Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Það er mál manna um þessar mundir að verulega sé farið að halla undan fæti í efnahagshorfum þjóðarinnar og að hagkerfið sé farið að kólna jafnvel meira, en von var á. Hagvöxtur er að minnka, atvinnuleysi að aukast, fjárfesting atvinnuveganna á niðurleið, raungengi krónu mjög hátt í sögulegu samhengi. Seðlabanki Íslands rekur þessar versnandi horfur einkum til erfiðari stöðu útflutningsgreina og versnandi fjármögnunarmöguleika fyrirtækja á Íslandi. Það eru blikur á lofti nánast hvert sem litið er í gjaldeyrisaflandi greinum þjóðarinnar - í sjávarútvegi, orkufrekum iðnaði og ferðaþjónustu. Það er verulegt áhyggjuefni fyrir allt samfélagið því að beint samhengi er á milli gjaldeyrissköpunar útflutningsgreina og lífskjaraþróunar í landinu. Margoft bent á viðkvæma stöðu Hvað ferðaþjónustu varðar, þá eru þetta ekki nýjar fréttir. Viið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar höfum undanfarin misseri margoft bent á viðkvæma stöðu atvinnugreinarinnar, bæði í ræðu og riti. Enda er ferðaþjónusta sú atvinnugrein sem vinnur lengst fram í tímann og fær því oft veður af hræringum á mörkuðum löngu fyrr en aðrir. Þegar við höfum fjallað um horfur, þróun og mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið, höfum við oft verið sökuð um hræðsluáróður með grátkór veinandi í bakröddum. Annað er nú komið á daginn. Í könnun Gallup í júní 2019 kom fram að stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu höfðu langminnstar væntingar stjórnenda til betri tíðar eftir sex mánuði - sem er núna. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja voru því einmitt raunsæastir allra. Einkareksturinn hefur lágmarkað skaðann Örum vexti ferðaþjónustu lauk þegar íslenska krónan tók að styrkjast fram úr hófi árið 2017 og varð til þess að verð á Íslandsferðum hætti að vera samkeppnishæft árið 2018. Dró þá verulega úr eftirspurn og hefur gert æ síðan. Síðastliðið ár hefur síðan dregið verulega úr framboði flugs til landsins, laun og launatengd gjöld hafa hækkað mikið og rekstrarumhverfi fyrirtækja er almennt mjög þungt. Skattar og gjöld eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Það má í raun fullyrða að það að staðan sé ekki verri en hún þó er, sé eingöngu einkarekstrinum að þakka. Í þeim tilgangi að halda viðskiptum og tekjustraumi (sem býr til gjaldeyristekjur þjóðarbúsins) gangandi, hafa þau hagrætt í rekstri eins og kostur er, lækkað arðsemiskröfu og langflest lækkað verð og stundum meira en æskilegt hefði verið út frá rekstrarlegum forsendum. Mörg hafa neyðst til að segja upp fólki og gætu þurft að grípa til frekari uppsagna. Á meðan hafa sjóðir ríkis og sveitarfélaga tútnað út af sköttum og opinberum gjöldum. Lítill afsláttur eða hagræðing á þeim bæjum. Boltinn hjá stjórnvöldum Nú þegar svona er komið verða stjórnvöld að átta sig á að þau sitja uppi með boltann og þurfa nú að hugsa hratt um hvaða leikur sé bestur í stöðunni til að efla stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugreinina - ferðaþjónustu. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu komið að gagni og veitt ferðaþjónustunni nauðsynlegt súrefni Að hleypa strax af stokkunum myndarlegri markaðsherferð á þeim mörkuðum, sem við höfum skilgreint sem verðmæta. Á Íslandsstofu er allt til reiðu til slíkrar herferðar. Afnema gistináttaskatt. Hraðari lækkun tryggingargjalds. Lækkun fasteignaskatta á fyrirtæki. Boltinn þarf að vera í leik og spilað af festu. Einkareksturinn er búinn að vera með hann of lengi. Nú er komið að hinu opinbera að leggja sitt af mörkum. Þetta mun sennilega ekki reddast af sjálfu sér í þetta skiptið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun