Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 11:03 David Cameron stýrði ríkisstjórninni sem ákvað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði af sér þegar niðurstaðan lá fyrir. Honum lýst ekki á áform Johnson forsætisráðherra um að brjóta alþjóðalög. Vísir/EPA David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins. Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á útgöngusamningnum sem varða Norður-Írland. Yrði það að lögum fengju breskir ráðherrar til þess að brjóta alþjóðalög. Það hefur sætt þverpólitískri gagnrýni í Bretlandi og ráðamenn í Brussel hafa krafist þess að það verði látið niður falla fyrir lok þessa mánaðar. Allir núlifandi forverar Johnson í embætti forsætisráðherra úr báðum flokkum hafa fordæmt frumvarpið um innri markaðinn, eins og það nefnist, einn af öðrum undanfarna daga. Cameron bættist í dag í hóp þeirra Johns Mayor, Tonys Blair, Gordons Brown og Theresu May til að lýsa áhyggjum af útspili ríkisstjórnarinnar. „Að samþykkja lagafrumvarp og brjóta svo gegn skyldum samkvæmt alþjóðasamningi er það allra, allra síðasta sem maður ætti að íhuga að gera. Það ætti að vera algerlega lokaúrræðið,“ sagði Cameron sem leiddi ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem hélt þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Sagði Cameron að skoða þyrfti frumvarpið í samhengi við viðræður breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um viðskiptasamband þeirra eftir að viðskilnaði þeirra lýkur formlega við lok þessa árs. Hluti Íhaldsflokksins í uppreisnarhug Atkvæði verða greidd um frumvarp Johnson á breska þinginu í dag. Íhaldsflokkur Johnson er með áttatíu sæta meirihluta í neðri deild þingsins en Reuters-fréttastofan segir að hluti þingflokksins sé í uppreisnarhug. Verði frumvarpið samþykkt í dag taka við fjórir dagar af frekari umræðum. Úrslitaatkvæðagreiðsla um það fer að líkindum fram í næstu viku. Andstaða við frumvarpið er sögð enn meiri á meðal fulltrúa Íhaldsflokksins í lávarðadeild þingsins. Ríkisstjórn Johnson hefur lýst innrimarkaðsfrumvarpinu sem „tryggingu“ fari svo að hún nái ekki samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning. Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði frumvarpið aðeins brjóta alþjóðalög á „ákveðinn og takmarkaðan hátt“ í síðustu viku. Málefni Norður-Írlands voru einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins. Friður hefur ríkt á breska landsvæðinu frá því að friðarsamningar voru undirritaðir á föstudaginn langa árið 1998. Óttast hefur verið að ófriður gæti blossað upp að nýju yrði komið á hörðum landamærum á mörkum Norður-Írlands og Írlands við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Margir halda því fram að útspil Johnson um að breyta útgöngusamningnum einhliða sé klækjabragð í viðræðum við Evrópusambandið um fríverslunarsamning.Vísir/EPA Saka Johnson um að setja skammarblett á Bretland May, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður Íhaldsflokksins, varaði við því að traust á Bretlandi rýrnaði ef ríkisstjórnin bryti alþjóðalög. Brown, forsætisráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins, líkti frumvarpinu við „sjálfsskaða“. Mayor og Blair, sem voru báðir forsætisráðherrar þegar mest gekk á í friðarviðræðum á Norður-Írlandi, skrifuðu saman grein sem birtist í Sunday Times þar sem þeir sökuðu Johnson um að valda Bretlandi skömm. Hvöttu þeir þingmenn til þess að hafna því sem þeir kölluðu „skammarlega“ tilraun til þess að endurskrifa hluta útgöngusamningsins.
Brexit Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Írland Tengdar fréttir Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28 Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Johnson ver breytingar sem brjóta alþjóðalög Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hvatti þingmenn til þess að styðja frumvarp um breytingar á útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið þrátt fyrir að ráðherra í ríkisstjórn hans viðurkenndi að þær væru í trássi við alþjóðalög í gær. 9. september 2020 15:28
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02