Sundurlyndi innan ríkisstjórnar komi ekki á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sést hér í forgrunni. Fyrir aftan hana standa Svandís Svavarsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir það ekki veikja ríkisstjórnarsamstarfið þó ráðherrar séu ekki sammála um hvernig meðhöndla eigi hælisleitendur. Nú sé komið að kosningavetri og þá fari að sjást skarpari skil á milli flokka. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er úr röðum Sjálfstæðisflokksins og sagði að málsmeðferðartími egypsku fjölskyldunnar, sem vísa á úr landi á miðvikudag, sé innan marka svo unnt sé að neita henni um vernd. Hámarkstími málsmeðferðar eru 16 mánuðir. Fjölskyldan hefur dvalið hér í 25 mánuði og vill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem er formaður Vinstri grænna, fremur skoða heildardvalartíma umsækjenda en ekki málsmeðferðartíma. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir stefnu þessara flokka á öndverðu meiði í hælis- og innflytjendamálum en stjórnarsamstarfið þó ekki í bráðri hættu. Augljóst sé þó að ráðherrarnir horfi til baklands flokkanna þegar kemur að þessum málum. Bakland Vinstri grænna kalli ákaft eftir aukinni vernd hælisleitenda á meðan bakland Sjálfstæðisflokksins sé íhaldssamara. „Þannig að þessi misklíð innan ríkisstjórnarinnar núna, þó hún birtist með mildum hætti, kemur alls ekki á óvart,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann telur ekki óeðlilegt að ráðherrar skiptist á skoðunum. „Sér í lagi sökum þess hvernig ríkisstjórnin er samsett. Þetta fólk er ekkert sérstaklega samstíga í þeim málaflokki sem um er að ræða. Svo megum við ekki gleyma því að við erum að sigla inn í kosningavetur og við getum bara átt von á því að það skerpist skilin milli stjórnarflokkanna, bara eins og á milli stjórnmálaflokka í landinu almennt.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Eirík Bergmann í heild sinni. Klippa: Eiríkur Bergmann ræðir stjórnarsamstarfið
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira