Stjórnarandstaðan segir nýtt kjarnorkuver Lúkasjenkó vopn gegn Evrópusambandinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 12:27 Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skoðar kjarnorkuverið í Astravets ásamt ráðgjöfum sínum og starfsmönnum versins. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir. Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, opnaði í dag kjarnorkuver við mikla viðhöfn. Nágrannalöndin hafa lýst yfir áhyggjum yfir öryggismálum í verinu. Kjarnorkuverið var reist af Rosatom, rússnesku fyrirtæki í eigu ríkisins, og var verkefnið fjármagnað af yfirvöldum í Moskvu sem veittu Hvíta-Rússlandi tíu milljarða dala lán, sem er jafnvirði 1.381 milljarða íslenskra króna. Kjarnorkuverið var reist nærri borginni Astravets í Hrodno héraðinu. Yfirvöld í Litháen hafa mótmælt verinu harðlega en höfuðborg Litháen, Vilníus, er aðeins 50 kílómetrum frá Astravets. „Þetta er sögulegt augnablik. Landið verður kjarnorkuveldi,“ sagði Lúkasjenkó í ávarpi sem sýnt var í ríkissjónvarpi landsins. „Kjarnorkuverið í Astravets markar nýtt skref í átt að framtíðinni, í átt að því að tryggja orkuöryggi landsins.“ Lúkasjenkó skoðar innviði kjarnorkuversins sem var opnað formlega í dag.Vísir/EPA Kjarnorkuverið hóf starfsemi sína fyrr í vikunni. Í kjölfarið ákvað Litháen að fresta frekari orkuviðskiptum við Hvíta-Rússland. Þá greindu yfirvöld í Lettlandi frá því að orkukaup frá Rússlandi hafi hafist á ný en þau höfðu verið fryst vegna áhyggja yfir því að rafmagn frá Rússlandi væri notað til þess að knýja kjarnorkuverið í Astravets. Hvít-Rússar hafa einnig lýst yfir áhyggjum vegna versins en þeir urðu fyrir miklum og alvarlegum áhrifum eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl árið 1986. Andrei Sannikov stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem var fangelsaður eftir að hann bauð sig fram til forseta gegn Lúkasjenkó árið 2010, skrifaði á Twitter í dag að kjarnorkuverið væri landfræðipólitískt vopn fyrir Lúkasjenkó og Kreml gegn Evrópusambandinu og „geislavirk hætta fyrir Hvíta-Rússland og Evrópu.“ Opnun kjarnorkuversins kemur ofan á mikil mótmæli og verkföll sem geisað hafa í landinu frá 9. ágúst, þegar Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti. Stjórnarandstaðan vill meina að hann hafi beitt kosningasvindli sem ýmsir erlendir stjórnmálamenn og eftirlitsaðilar kosninga hafa tekið undir. Lúkasjenkó hefur setið á valdastóli frá árinu 1994 og er jafnan kallaður „síðasti einræðisherrann í Evrópu.“ Hann hefur ítrekað neitað ásökunum um kosningasvindl og harðneitar að segja af sér, líkt og stjórnarandstaðan og mótmælendur hafa kallað eftir.
Orkumál Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44 Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02 Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi heimilt að nota banvæn vopn Lögreglunni í Hvíta-Rússlandi hefur verið heimilað að beita banvænum vopnum gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forseta landsins. 12. október 2020 20:44
Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælum og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. 12. október 2020 15:02
Beittu mótmælendur táragasi og blossasprengjum Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli. 27. september 2020 19:24