Hvað svo? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun