Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 10:49 Bóluefnið Pandemrix var talið hafa leitt til drómasýkinnar, en sambærileg mál hafa komið upp víða erlendis. Getty/Niall Carson Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar. Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda.
Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira