Dapurleg staða í Þýskalandi og víðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. janúar 2021 21:37 Þetta orð hefur verið ritað á fjölmargar líkkistur í þýskum bálstofum. AP/Markus Schreiber Á meðan staðan fer batnandi hér heima heldur faraldurinn áfram að herja af fullum krafti á önnur ríki Evrópu. Takmarkanir voru hertar víða í dag. Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Yfirvöld í Noregi skelltu í dag í lás í Nordre Follo, úthverfi Oslóar. Tveir íbúar létust eftir að hafa smitast að hinu breska afbrigði kórónuveirunnar og þá hefur afbrigðið einnig greinst á leikskóla á svæðinu. Íbúum er nú ráðlagt að halda sig alfarið innan sveitarfélagsins. Svipuð staða er í Portúgal þar sem öllum skólum var lokað í dag og öllu flugi til og frá Bretlandi verður hætt á morgun vegna breska afbrigðisins. Hollenska þingið samþykkti í gærkvöldi útgöngubann um kvöld og nætur. Þúsund látin á einum degi Í Þýskalandi heldur fjöldi látinna áfram að aukast jafnvel þótt það hafi hægst á útbreiðslunni. Rúm þrjátíu þúsund hafa látist af völdum veirunnar frá upphafi desembermánaðar. „Alls hafa nú 50.642 látist af völdum Covid-19 frá upphafi faraldursins. Þetta eru hinar opinberu tölur og þær hryggja mig mikið,“ sagði Lothar Wieler, stjórnandi Robert Koch smitsjúkdómastofnunarinnar. Hlutfallslega fáir Þjóðverjar létust í fyrstu bylgju veirunnar en sömu sögu er ekki að segja nú. Angela Merkel kanslari segir bráðnauðsynlegt að hindra útbreiðslu breska afbrigðisins. „Við erum að horfa upp á afar vondar andlátstölur. Þetta er hrikalegt. Í dag dóu fleiri en þúsund. Þetta eru ekki bara tölur. Við erum að tala um fólk sem lést í einsemd. Fjölskyldur þessa fólks eru í sárum. Um þetta þurfum við að vera meðvituð,“ sagði kanslarinn.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Portúgal Holland Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira