Loftslagshamfarir og landnotkun Ida Karólína Harris skrifar 13. febrúar 2021 19:01 Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. Þetta er ekki satt, í raun og veru erum við, Íslendingar, að losa gríðarlega mikið á höfðatölu. Það eru margir flokkar af losun, þar að meðal landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) sem er mjög mikilvægur flokkur á Íslandi. Losun og binding frá landnotkun (LULUCF) fellur ekki undir losun á beina ábyrgð stjórnvalda í landsmarkmiði okkar til Parísarsáttmálans, að mestu leyti er það gott. Annars myndu sum lönd þurfa að gera mjög lítið til að ná markmiðinu sínu vegna stórra skóga sem draga til sín CO2 þannig að nettó losun þeirra væri lítil. Ef landnotkun (LULUCF) væri ekki aðskilin frá annari losun hefði það slæm áhrif á útkomuna vegna þess að mörg þessara landa eru samt að menga gríðarlega mikið sem hefur slæm áhrif á lífríki og vistkerfi. Hér á Íslandi er sagan aðeins öðruvísi. Samkvæmt Umhverfisstofnun var losun Íslands árið 2018 rétt undir fimm þúsund kt. af CO2 ígildum ef landnotkun (LULUCF) er ekki tekin með en um leið og maður bætir henni við fer losun Íslands næstum því í fjórtán þúsund kt. af CO2 ígildum. Við á Íslandi þurfum að taka ábyrgð á allri losun okkar og gera þetta af eigin vilja, þrátt fyrir að það falli ekki undir losun á beinni ábyrgð stjórnvalda í Parísarsáttmálanum. Á Íslandi eru áætlað að það séu um 3500km2 af framræstu landi og aðeins 390km2 nýttir til ræktunar (tún og akrar). Það hefur verið ráðist í yfir 30 verkefni til að endurheimta votlendi á Íslandi og það er áætlað að það hafi aðeins tekist að endurheimta 7km2 votlendis. Náttúruverndarlög, skipulagslög og lög um mat á umhverfisáhrifum og fjórir alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að fjalla um vernd og endurheimt votlendis. Það er komið að okkur, sem þjóð, að taka ábyrgð á losun okkar. Við þurfum að gera það sem þarf til þess að minnka losun á Íslandi, sama hvaða losunarflokki losunin tilheyrir og hvar bein ábyrgð liggur í alþjóðlegum samningum. Höfundur er stjórnarmeðlimur Ungra umhverfissinna og grunnskólanemi. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun