Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:12 Svetlana Tsikhnouskaja er einn leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem hafa hrökklast í sjálfskipaða útlegð undan ofríiki stjórnar Lúkajsenka. Vísir/EPA Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi. Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Tsikhanouskaja flúði herferð ríkisstjórnar Lúkasjenka gegn mótmælendum í kjölfar umdeildra forsetakosninga í haust. Hún hefur verið í útlegð síðan þá, fyrst í Litháen og síðar Póllandi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segist hún fullviss um að ástandið í Hvíta-Rússlandi verði tekið á dagskrá G7-ríkjanna þegar þau funda í Bretlandi í næstu viku. Hún hefði þó ekki fengið boð um að mæta á fundinn. Frönsk stjórnvöld hafa sagst vilja bjóða fulltrúum hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar á fundinn. Bresku gestgjafarnir hafa sagt engin áform um að bjóða fleirum til fundarins. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ segir Tsikhanouskaja. Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll lagt viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna eftir að stjórn Lúkasjenka þvingaði farþegaflugvél Ryanair til að lenda í Minsk til að hafa hendur í hári blaða- og andófsmannsins Romans Protesevits sem var um borð. Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar vilja að vesturveldin gangi enn lengra með aðgerðum sem hafi meiri áhrif á efnahag landsins, til dæmis í formi viðskiptatakmarkana á steinefni eða olíu sem Hvítrússar flytja úr landi.
Hvíta-Rússland Bandaríkin Bretland Evrópusambandið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira