Danskir kratar með rós í hatti Ólafur Ísleifsson skrifar 6. júní 2021 09:01 Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Danmörk Hælisleitendur Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Lög um að stöðva umsóknir á danskri grundu Frumvarpið sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra hefur beitt sér fyrir af alefli var samþykkt með 70 atkvæðum gegn 24. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Þaðan á að flytja það flugleiðis til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Veiti dönsk stjórnvöld samþykki fyrir hæli (alþjóðlegri vernd) fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í samningsríkinu. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið. Þeir sem fá hæli fá nauðsynleg lyf, heilsusamlegar aðstæður með rennandi vatni og skólagöngu fyrir börnin. Dönsk yfirvöld hafa átt í viðræðum við ýmis ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Erítrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin er þó á engan hátt bindandi en er talin áfangaskref. Gerum gagn - Hjálpum fleirum Danskir jafnaðarmenn lýsa stefnu fyrri ára í hælisleitendamálum sem mistökum og segja evrópska hælisleitendakerfið hrunið. Þessi stefna skilaði þeim sigri í kosningum 2019 og þeir stýra nú ríkisstjórn Danmerkur undir forystu Mette Fredriksen. Nú er stefnan að taka á móti engum hælisleitendum í Danmörku. Nýju lögin eiga að sjá til þess. Hjálpa á fólki heima hjá sér eða sem næst heimaslóð. Nýta á hið örugga og lögmæta alþjóðlega flóttamannakerfi og þróunarsamvinnu til að leggja af mörkum til hins alþjóðlega flóttamannavanda. Með því nýtist fé sem best og gagnist sem flestum. Þessi stefna er að áliti danskra fjölmiðla krúnudjásnið fyrir stjórn danskra jafnaðarmanna, kratarósin í hatt þeirra. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Þar á meðal er Amnesty International en danskir jafnaðarmenn svara fullum hálsi. Þeir segjast vilja hverfa frá stefnu sem reynst hafi mistök. Gera megi betur og nýta fé til að hjálpa fleirum. Miklu fleirum. Evrópsk þróun í málefnum hælisleitenda Danir eru ekki einir á báti. Norska ríkisstjórnin segist í stjórnarsáttmála vilja fylgja evrópskri viðleitni í þessa átt. Þjóðverjar og Frakkar leita hófanna um samstarf við ríki í Afríku í þessu skyni. Meira að segja Svíar sem gengið hafa lengst þjóða á Norðurlöndum hafa sveigt umtalsvert stefnu sína í málaflokknum. Danskir jafnaðarmenn segja glæpagengi græða stórfé á að selja fólki ferðir yfir Miðjarðarhafið. Slíkar ferðir séu lífshættulegar, Miðjarðarhafið sé orðið kirkjugarður, og konur og börn sæti í ferðum áreiti og misnotkun, jafnvel mansali. Mansal er alvarlegt mannréttindabrot sem beinist gegn frelsi og líkama viðkomandi í annars þágu. Ríkislögreglustjóri hér á landi segir aukinn straum hælisleitenda skapa aukna hættu á mansali en Alþingi hefur nú til meðferðar hert ákvæði um mansal í almennum hegningarlögum. Íslensk stjórnvöld utangátta Ríkisstjórnin hér á landi fylgir stefnu sem Norðurlandaþjóðir hafa langa reynslu af og lýsa sem mistökum. Skýrt dæmi er frumvarp félagsmálaráðherra um að hælisleitendum bjóðist að búa við sömu kjör og fólki sem boðið er hingað til lands, svokölluðum kvótaflóttamönnum. Slík stefna felur í sér skýr skilaboð til umheimsins sem glæpagengin suður frá munu óefað hagnýta sér. Sömu glæpagengin og danska ríkisstjórnin vill svipta viðskiptatækifærum með réttlátara hælisleitendakerfi fyrir augum. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun