Pírataframapotarar Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júlí 2021 13:31 Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Píratar Lögreglan Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun