Heilbrigðiskerfið á hættustigi Erna Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2021 08:00 Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar