Heilbrigðiskerfið á hættustigi Erna Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2021 08:00 Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun