Heilbrigðismál í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir skrifar 8. september 2021 07:07 Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur íbúum Suðurkjördæmis, á Suðurnesjum og Suðurlandi, fjölgað hvað mest með tilheyrandi þjónustuþörf og einhverjir hafa séð hag sinn í að sækja heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Það er lítill fjárhagslegur, umhverfislegur eða samfélagslegur ávinningur fólginn í því að þurfa stöðugt að sækja sér vatnið yfir lækinn og hefur verið skýlaus krafa íbúa kjördæmisins að fá þjónustuna heim. Því eru það góðar fréttir þegar eitthvað jákvætt gerist í heilbrigðismálum eins og raunin hefur verið síðustu misseri í stjórnartíð Svandísar Svavarsdóttur ráðherra heilbrigðismála og aukning á þjónustu bæði HSS og HSU orðin að veruleika. Ákalli íbúa um aukna þjónustu í heimabyggð hefur verið svarað með auknum fjárframlögum á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir heimsfaraldur og því álagi sem starfsfólk og íbúar hafa fundið fyrir. Auknir fjármunir hafa farið í að fjölga sálfræðingum og efla geðteymi í umdæmunum enda tímabær vitundarvakning í þeim málum átt sér stað síðustu misseri og mikilvægt að íbúar geti notið þeirrar þjónustu í heimabyggð. Þá hefur aukið fjármagn verið sett í endurnýjun húsnæðis og aukna fjölbreytni í þjónustu sérstaklega hvað varðar aldraða. Fjárveiting til nýrrar heilsugæslustöðvar á starfssvæði HSS er á fjárlögum þess árs og áætlað er að vegna brýnnar þarfar verði annað húsnæði tekið á leigu til að koma strax til móts við þjónustuþörfina meðan nýja stöðin er í byggingu. Um leið hefur verið tekið á skorti á hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum og rýmum til að veita líknar- og lífslokameðferð á Suðurlandi með auknu fjármagni svo dæmi séu tekin. Það sem liggur fyrir er aukið fjármagn, svigrúm og húsnæði til móttöku og aðkomu sérfræðinga og efling slíkrar þjónustu í heimabyggð. Halda þarf áfram að efla geðtengda starfsemi er varðar börn, ungmenni og aðra sem skortir þá þjónustu heima í héraði enda réttlæti og jöfnuður fólginn í því að fjölskyldur geti gengið að allri þjónustu vísri án lengri ferðalaga. Árið 2020 hófst innleiðing nýs greiðslulíkans heilsugæslunnar sem mun marka tímamót í allri þjónustu fyrir okkur íbúa kjördæmisins. Byggir líkanið á því að fjármagn til reksturs hverrar heilsugæslustöðvar endurspegli þann hóp skjólstæðinga sem viðkomandi heilsugæslustöð þjónar. Þá hefur öflugt umbótastarf verið unnið á báðum stöðvum sem hefur skilað sér í auknum gæðum og ánægju meðal starfsfólks og þjónustuþega. Báðar stofnanir horfa björtum augum til framtíðar og eru með skýra framtíðarsýn sem byggir á sterkari liðsheild meðal starfsfólks, auka starfsánægju og bæta þjónustu við íbúa enda starfsfólk beggja stofnana sýnt einstaka samheldni og lausnamiðun á tímum heimsfaraldurs. Með öflugum opinberum rekstri og skýrri sýn jöfnuðar og félagslegs réttlætis er það stefna VG að tryggja áfram aðgengi að heilbrigðisþjónustu án aðgreiningar og með áherslu á gæði og yfirsýn. Um leið er það hagur hvers samfélags að hlúa að heilsu og velferð einstaklinga með markvissum forvörnum og heilsusamlegu umhverfi. Á tímum umhverfisverndar og í takt við stefnu VG er varðar félagslegt réttlæti og jöfnuð sjáum við ótal tækifæri til að efla og auka enn frekar við heilbrigðisþjónustu í Suðurkjördæmi. Það skiptir máli hver stjórnar. Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun