Þríhöfða samkomulag til höfuðs Kína á Kyrrahafi Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 23:55 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, með Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands og Joe Biden Bandaríkjaforseta á sitthvora hönd. Leiðtogarnir kynntu í dag nýtt samstarf á sviði öryggismála í Kyrrahafi, sem mun að öllum líkindum koma illa við kínversk stjórnvöld. Bandaríkin, Bretland og Ástralía tilkynntu í dag þríhliða öryggissamstarf ríkjanna á Indlands- og Kyrrahafi, sem felur meðal annars í sér að Ástralía komi sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum á næstu misserum. Fulltrúum ríkjanna var nokkuð í mun að taka fram að þessu nýja samstarfi væri hvorki beint gegn Kína né nokkru öðru einstöku ríki. Tilgangurinn sé, að sögn Joe Bidens Bandaríkjaforseta, „að tryggja frið og stöðugleika“. Í fréttaskýringu AP er þó talið líklegt að Kína muni gefa frekar lítið fyrir þá afstöðu, enda hafa kínversk yfirvöld gagnrýnt Biden fyrir að leggja mikla áherslu á Kyrrahaf í utanríkisstefnu sinni. Áherslan á þróun kjarnorkuknúinna kafbáta til handa ástralska sjóhernum vekur nokkra athygli þar sem Bandaríkin hafa hingað til aðeins deilt tækniþekkingu á þessu sviði með einu öðru ríki – Bretlandi. Samkomulag ríkjanna þriggja felur meðal annars í sér að Bretland og Bandaríkin munu aðstoða Ástralíu við að koma sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, þvertók fyrir að takmark þeirra væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Ástralar muni, sem fyrr, virða samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) frá 1968. Engu að síður snöggbreytist staða Ástrala á hafi úti með þessu, þar sem kjarnorkuknúnir kafbátar hafa mun meira drægi en hefðbundnir kafbátar sem ganga fyrir olíu, auk þess sem kafbátafloti kínverska sjóhersins hefur verið þeirra Akkilesarhæll. Nokkur spenna hefur ríkt í samskiptum Kína og annarra ríkja í Suðaustur-Asíu síðustu ár, þar sem meðal annars hefur verið tekist á um yfirráð yfir hafsvæði á Suður-Kínahafi. Bandaríkin hafa undanfarið lagt hart að bandalagsríkjum sínum að mæta Kína, sem hefur á að skipa stærsta sjóher heims, með meira afgerandi hætti. Bandaríkin Bretland Ástralía Kína Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41 Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39 Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fulltrúum ríkjanna var nokkuð í mun að taka fram að þessu nýja samstarfi væri hvorki beint gegn Kína né nokkru öðru einstöku ríki. Tilgangurinn sé, að sögn Joe Bidens Bandaríkjaforseta, „að tryggja frið og stöðugleika“. Í fréttaskýringu AP er þó talið líklegt að Kína muni gefa frekar lítið fyrir þá afstöðu, enda hafa kínversk yfirvöld gagnrýnt Biden fyrir að leggja mikla áherslu á Kyrrahaf í utanríkisstefnu sinni. Áherslan á þróun kjarnorkuknúinna kafbáta til handa ástralska sjóhernum vekur nokkra athygli þar sem Bandaríkin hafa hingað til aðeins deilt tækniþekkingu á þessu sviði með einu öðru ríki – Bretlandi. Samkomulag ríkjanna þriggja felur meðal annars í sér að Bretland og Bandaríkin munu aðstoða Ástralíu við að koma sér upp kjarnorkuknúnum kafbátum. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, þvertók fyrir að takmark þeirra væri að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Ástralar muni, sem fyrr, virða samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT) frá 1968. Engu að síður snöggbreytist staða Ástrala á hafi úti með þessu, þar sem kjarnorkuknúnir kafbátar hafa mun meira drægi en hefðbundnir kafbátar sem ganga fyrir olíu, auk þess sem kafbátafloti kínverska sjóhersins hefur verið þeirra Akkilesarhæll. Nokkur spenna hefur ríkt í samskiptum Kína og annarra ríkja í Suðaustur-Asíu síðustu ár, þar sem meðal annars hefur verið tekist á um yfirráð yfir hafsvæði á Suður-Kínahafi. Bandaríkin hafa undanfarið lagt hart að bandalagsríkjum sínum að mæta Kína, sem hefur á að skipa stærsta sjóher heims, með meira afgerandi hætti.
Bandaríkin Bretland Ástralía Kína Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41 Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46 Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01 Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39 Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34 Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum. 14. september 2021 14:41
Kína skýtur á Bandaríkin og heitir neyðaraðstoð til handa Afganistan Stjórnvöld í Kína hafa heitið 4 milljörðum króna í neyðaraðstoð til Afganistan, meðal annars í formi matarbirgða og bóluefna gegn Covid-19. Þá segjast þau reiðubúin til að eiga opið samtal við nýja stjórn talíbana. 9. september 2021 07:46
Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans. 1. september 2021 23:01
Segir að Japan muni aðstoða Taívan verði gerð innrás Taro Aso, aðstoðarforsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt fyrir Japani að koma Taívan til aðstoðar, auk Bandaríkjanna, geri Kínverjar innrás í eyríkið. Þetta sagði hann í gær og hafa ummælin þegar vakið mikla reiði í Peking. 6. júlí 2021 14:39
Taívan býr sig undir átök við Kína Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins. 24. júní 2021 11:34
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37