Biðlistar vinna gegn farsæld barna Þorsteinn Hjartarson skrifar 20. september 2021 10:01 Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Börn og uppeldi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman. Unnið er að því að móta og innleiða verklag sem styður við þverfaglega teymisvinnu sérfræðinga þvert á svið og stofnanir í málefnum barna og fjölskyldna þeirra. Mikilvægur hluti af þeirri vinnu er samstarf við ríkisstofnanir eins og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, BUGL og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins en það samstarf hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að geta unnið heildstætt og koma í veg fyrir að þjónustan verði brotakennd og óskilvirk. Samstarfsfundir ríkis og sveitarfélaga, m.a. með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, hafa verið margir á undanförnum mánuðum vegna innleiðingar nýrra laga sem eiga að stuðla að meiri farsæld barna. Almenn ánægja hefur komið fram með þær áherslur sem þarf er að finna en meira þarf að koma til. Fjármögnun þarf að vera til staðar og næg úrræði Það er ljóst að til að ná vel fram markmiðum laganna um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna þarf að koma til stóraukið fjármagn til sveitarfélaganna. Ráða þarf m.a. málstjóra til starfa, tryggja öflugt faglegt starf og góðu mönnun í skólum landsins sem og hjá félagsþjónustu, skólaþjónustu og frístundaþjónustu. Stór hluti af því að hægt sé að vinna í nærsamfélaginu í anda snemmtæks stuðnings við börn og unglinga er mikilvægt að þau úrræði og þjónusta sem ríkið ber ábyrgð á séu til staðar án langra biðlista. Því miður er það ekki staðan í dag, m.a. á BUGL, og þá hafa úrræði á vegum Barnaverndarstofu oft verið af skornum skammti. Ef ekki er brugðist fljótt við þegar vandi barna er alvarlegur er hætt við að mikill tími fari í þau verkefni hjá starfsfólki skóla, skólaþjónustu og félagsþjónustu sem kemur oft niður á vinnu í anda snemmtæks stuðnings. Í nýlegum skrifum Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, er birtust á vísi.is, er fjallað um að forsenda fyrir því að hægt sé að vinna vel með börn er glíma við alvarlegan og fjölþættan vanda sé öflug heilbrigðisþjónusta og að úrræði séu alltaf í boði. Þrátt fyrir að stjórnendur í skóla- og velferðarmálum hafi lengi kallað eftir slíku hefur lítið gerst. Af þessu má sjá að ekki er nóg að efla þverfagleg nálgun í nærumhverfi barnanna heldur þarf ríkið að vinna í sama anda. Það kallar á öfluga starfsþróun, m.a. um þverfaglega teymisvinnu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga, og stóraukið fjármagn í úrræði og heilbrigðisstofnanir er sinna börnum. Sem dæmi þá eru biðlistar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir sálfræðiþjónustu fyrir börn margir mánuðir og biðlistar eftir talmeinaþjónustu við börn með alvarlegar málþroskaraskanir of langir en þar á regluverkið hjá Sjúkratryggingum Íslands hlut að máli. Það er fullt tilefni til að hvetja yfirvöld félags- og heilbrigðismála hér á landi að blása til sóknar svo þetta ófremdarástand geri okkur öllum ekki erfitt fyrir að vinna vel að innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Höfundur er sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun