Batnandi jörð er best að lifa Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:00 Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun