Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2022 09:14 Japanir hafa aukið fjárútlát til varnarmála töluvert á undanförnum árum. AP/Eugene Hoshiko Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022 Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Í kjölfar fundarins lýstu ráðherrarnir yfir áhyggjum af því sem þeir sögðu tilraunir Kínverja til að grafa undan stöðugleika og auka spennu á svæðinu. Ráðherrarnir hétu því að sporna gegn þessum tilraunum og bregðast við þeim. Þá sögðust þeir hafa miklar áhyggjur af stöðu mannréttinda í Xinjiang-héraði þar sem Kínverjar hafa verið sakaðir um þjóðarmorð á minnihlutahóp Úígúra. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa áhyggjur af stöðu mála í Hong Kong, þar sem Kommúnistaflokkur Kína hefur beitt umdeildum öryggislögum til að brjóta lýðræðislegt stjórnkerfi eyjunnar á bak aftur. Sjá einnig: Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Reuters segir Japani hafa auknar áhyggjur af mögulegri innrás Kína í Taívan en í Japan hefur töluvert meira fé verið veitt til varnarmála á síðastliðinum áratug. Ráðamenn í Japan hafa sagt opinberlega að þeir myndu koma Taívan til varnar. Japanir hafa einnig áhyggjur af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu sem hefur að undanförnu unnið að þróun hljóðfrárra eldflauga. Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, skrifaði í gær undir varnarsáttmála við Ástralíu sem fjallar um aukna samvinnu á sviðið hernaðar og sameiginlegar heræfingar. Sjá einnig: Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Today, @SecDef Austin, Foreign Minister Hayashi, and Defense Minister @KishiNobuo and I held the 2022 U.S.-Japan 2+2 Consultative Committee Meeting. Together, we will strengthen our alliance and address the toughest challenges of the 21st century. pic.twitter.com/oV0p4pMxPA— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) January 7, 2022
Japan Bandaríkin Kína Hernaður Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira