Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. mars 2022 08:00 Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Utanríkismál Jón Frímann Jónsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nauðsynlegt fyrir íslenska stjórnmálamenn sem hafa verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu að átta sig á þeirri staðreynd að andstaða við inngöngu Íslands að Evrópusambandinu er ekki eitthvað sem þeir hafa efni á lengur. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi hefur verið voðalega þægileg fyrir ákveðna stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka á Íslandi þegar heimurinn var frekar rólegur og íslenskir stjórnmálamenn gátu klúðrað málum á Ísland í rólegheitum. Síðan verið nóg um rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi og allt það sem þar hefur verið haldið fram fyllir nokkrar bækur og er gott dæmi um upplýsingaóreiðu og hvað rangfærslur fara illa með umræðuna og koma upp andstöðu við ákveðna hluti. Íslendingar eru eingöngu á móti Evrópusambandinu vegna þess að logið hefur verið að þeim um Evrópusambandið frá árinu 1990 með skipulögðum hætti. Ástæða þess að Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið er efnahagslegs eðlis og tengist einnig öryggi Íslands, en það er alveg ljóst að núna er hætta á því að stór-styrjöld brjótist út í Evrópu þar sem NATO sem þarf að verjast innrás Rússlands inn í aðildarríki sín og hugsanlega ríki sem eru í dag utan við NATO í dag. Ef það brýst út stór-styrjöld í Evrópu, þá er efnahagur Íslands farinn í heild sinni og þar liggur ástæðan fyrir því afhverju Ísland þarf að ganga í Evrópusambandið. Aðild að Evrópusambandinu myndi tryggja efnahagslegan stuðning og tryggja aðild Íslands að nauðsynlegum dreifileiðum fyrir matvæli og aðrar nauðsynjar. Auk þess sem að íslenska krónan er búin að vera í svona ástandi og aðild að evrunni myndi tryggja nauðsynlegan efnahagslegan stöðugleika á Íslandi á mjög erfiðum tímum efnahagslega sem mig grunar að séu á leiðinni. Ef að stór-styrjöld brýst út og ég er orðinn nokkuð viss um að stór-styrjöld muni brjótast út, miðað við þær kröfur sem Putin setti fram á Svíþjóð, Finnland, Eystrasaltsríkin og NATO, þá er alveg ljóst að efnahagslegar afleiðingar af því munu verða miklar og mun meiri en þær sem íslendingar hafa upplifað á síðustu árum. Það er alveg ljóst að á Íslandi er hætta á því að það verði langtíma vöruskortur á Íslandi og það er alveg ljóst að aðild Íslands að EFTA og EES dugar ekki í svona aðstæðum. Þar að auki þá tryggir aðild Íslands að Evrópusambandinu aðild að þeim ákvörðunum og stefnum sem Evrópusambandið setur sér og á svona tímum, þá er nauðsynlegt að hafa rödd við ákvarðanatöku sem varðar íslendinga og Ísland til lengri tíma. Án slíkra tækifæra þá er hætta því að á Íslandi muni ríkja langvarandi efnahagskreppa í marga áratugi eftir að átök klárast í Evrópu og endurbygging efnahagsins hefst innan Evrópusambandsins. Það er einnig ljóst að innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu Evrópusambandsins varanlega í Evrópu. Hvaða afleiðingar það mun hafa til lengri tíma er ekki eitthvað sem ég get sagt til um núna en það er alveg ljóst að það yrði mjög slæmt fyrir Ísland að standa fyrir utan þær breytingar og stefnu sem munu koma í kjölfarið á næstu áratugum. Það að standa fyrir utan Evrópusambandið er skoðun og stefna sem íslendingar og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa ekki lengur efni á að halda í lengur. Íslenska krónan er gjaldmiðill sem íslendingar hafa ekki lengur á lengur vegna breyttrar stöðu mála í Evrópu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar