Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2022 19:20 Ursula von der Leyen segir að viðbrögð Evrópuríkja við árásargjörnum aðgerðum Putins verði tafarlausar og samræmdar. AP/Kenzo Tribouillar Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. Gengi rússnesku rúblunnar hefur hrunið frá því Vladimir Putin fyrirskipaði innrás í Úkraínu og Vesturlönd gripu til refsiaðgerða. Hann reynir nú að styrkja gengið með því að krefjast þess að Evrópuþjóðir greiði fyrir rússneskt gas með rúblum í stað evra og dollara.AP/forsetaembætti Rússlands Rússneska orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði fyrir gasflutninga til Póllands og Búlgaríu í dag. Ríkin hafa eins og önnur Evrópuríki ekki orðið við kröfum um að greiða fyrir gasið með rúblum eins og Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur krafist til að vinna gegn hruni rúblunnar. Forsætisráðherra Búlgaríu segir aðgerðir Gazprom skýrt brot á samningum. Búlgaría muni fá gas annars staðar frá, meðal annars í gegnum nýja gasleiðslu frá Grikklandi sem verði tilbúin í júní. Búlgaría hefur stutt Úkraínu eftir innrás Rússa og tekið á móti 90 þúsund flóttamönnum. Nú ætla Búlgarir meðal annars að reiða sig á gas frá Grikklandi en lagning nýrrar pípu þangað á að vera lokið í júní.AP/Georgy Genchev Pólverjar standa betur að vígi en Búlgaría hvað varðar gasbirgðir og hafa undanfarin ár byggt upp innviði til að fá gas annars staðar frá en Rússlandi. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra landsins segir að með aðgerðum sínum hafi Rússar fært heimsvaldastefnu sína á nýtt stig. Þetta væri bein árás á Pólland. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands segir aðgerðir Gazprom og Kreml vera beina árás á Pólland sem ekki muni láta kúga sig.AP/Czarek Sokolowsk „Við munum ekki beygja okkur fyrir þessari fjárkúgun. Ég fullvissa einnig landsmenn um að þessi aðgerð Putins og kremlverja mun ekki hafa áhrif á pólsk heimili eða stöðu Póllands," sagði Morawiecki. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir ákvörðun Gazprom enn eina ögrunina frá ráðamönnum í Kreml. Ursula von der Leyen segir aðgerðir Rússa áminningu um að Evrópa verði að vinna með áræðanlegum samstarfsaðilum en ekki ríkjum eins og Rússlandi sem reyni að kúga aðrar þjóðir til undirgefni við sig.AP/Kenzo Tribouillar „En það kemur ekki á óvart að Kreml reyni að kúga okkur með jarðefnaeldsneyti. Framkvæmdastjórnin hefur undirbúið sig fyrir þessar aðgerðir í nánu samstarfi og samstöðu aðildarríkjanna og alþjóðlegra samstarfsaðila. Viðbrögð okkar verða skjót, sameinuð og samhæfð,“ sagði von der Leyen í dag. Þjóðverjar eru allra Evrópuþjóða háðastir jarðgasi frá Rússlandi. Eftir að þeir ákváðu að útvega Úkraínumönnum skriðdreka og loftvarnarbúnað í gær má búast við að skrúfað verði á gasið til þeirra. Christian Sewing bankastjóri Deutsche Bank segir að það gæti þýtt allt að fimm prósenta samdrátt í hagvexti í Þýskalandi. Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands var langt komin þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þjóðverjar settu þá framkvæmd á ís fljótlega eftir innrásina. Þetta er móttökustöð fyrir Nord Strem 2 í Lubmin í Þýskalandi.AP/Michael Sohn Von der Leyen segir að strax á þessu ári verði gripið til aðgerða sem dragi stórlega úr þörf á orku frá Rússlandi og fjárfest verði í endurnýjanlegum orkugjöfum. „Þessi síðasta árásargjarna aðgerð Rússa er sterk áminning um að við þurfum að vinna með áræðanlegum samstarfsaðilum og byggja upp sjálfstæði í orkumálum. Tímabil jarðefnaeldsneytis frá Rússlandi er liðið. Evrópa er í framsókn í orkumálum,“ sagði Ursula von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Pólland Búlgaría Þýskaland Orkumál Evrópusambandið Tengdar fréttir Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. 27. apríl 2022 06:41 Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. 26. apríl 2022 19:20 Vaktin: Gefa lítið fyrir aðvaranir Rússa um kjarnorkustríð Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. 26. apríl 2022 06:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Gengi rússnesku rúblunnar hefur hrunið frá því Vladimir Putin fyrirskipaði innrás í Úkraínu og Vesturlönd gripu til refsiaðgerða. Hann reynir nú að styrkja gengið með því að krefjast þess að Evrópuþjóðir greiði fyrir rússneskt gas með rúblum í stað evra og dollara.AP/forsetaembætti Rússlands Rússneska orkufyrirtækið Gazprom skrúfaði fyrir gasflutninga til Póllands og Búlgaríu í dag. Ríkin hafa eins og önnur Evrópuríki ekki orðið við kröfum um að greiða fyrir gasið með rúblum eins og Vladimir Putin Rússlandsforseti hefur krafist til að vinna gegn hruni rúblunnar. Forsætisráðherra Búlgaríu segir aðgerðir Gazprom skýrt brot á samningum. Búlgaría muni fá gas annars staðar frá, meðal annars í gegnum nýja gasleiðslu frá Grikklandi sem verði tilbúin í júní. Búlgaría hefur stutt Úkraínu eftir innrás Rússa og tekið á móti 90 þúsund flóttamönnum. Nú ætla Búlgarir meðal annars að reiða sig á gas frá Grikklandi en lagning nýrrar pípu þangað á að vera lokið í júní.AP/Georgy Genchev Pólverjar standa betur að vígi en Búlgaría hvað varðar gasbirgðir og hafa undanfarin ár byggt upp innviði til að fá gas annars staðar frá en Rússlandi. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra landsins segir að með aðgerðum sínum hafi Rússar fært heimsvaldastefnu sína á nýtt stig. Þetta væri bein árás á Pólland. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands segir aðgerðir Gazprom og Kreml vera beina árás á Pólland sem ekki muni láta kúga sig.AP/Czarek Sokolowsk „Við munum ekki beygja okkur fyrir þessari fjárkúgun. Ég fullvissa einnig landsmenn um að þessi aðgerð Putins og kremlverja mun ekki hafa áhrif á pólsk heimili eða stöðu Póllands," sagði Morawiecki. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir ákvörðun Gazprom enn eina ögrunina frá ráðamönnum í Kreml. Ursula von der Leyen segir aðgerðir Rússa áminningu um að Evrópa verði að vinna með áræðanlegum samstarfsaðilum en ekki ríkjum eins og Rússlandi sem reyni að kúga aðrar þjóðir til undirgefni við sig.AP/Kenzo Tribouillar „En það kemur ekki á óvart að Kreml reyni að kúga okkur með jarðefnaeldsneyti. Framkvæmdastjórnin hefur undirbúið sig fyrir þessar aðgerðir í nánu samstarfi og samstöðu aðildarríkjanna og alþjóðlegra samstarfsaðila. Viðbrögð okkar verða skjót, sameinuð og samhæfð,“ sagði von der Leyen í dag. Þjóðverjar eru allra Evrópuþjóða háðastir jarðgasi frá Rússlandi. Eftir að þeir ákváðu að útvega Úkraínumönnum skriðdreka og loftvarnarbúnað í gær má búast við að skrúfað verði á gasið til þeirra. Christian Sewing bankastjóri Deutsche Bank segir að það gæti þýtt allt að fimm prósenta samdrátt í hagvexti í Þýskalandi. Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar frá Rússlandi til Þýskalands var langt komin þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst. Þjóðverjar settu þá framkvæmd á ís fljótlega eftir innrásina. Þetta er móttökustöð fyrir Nord Strem 2 í Lubmin í Þýskalandi.AP/Michael Sohn Von der Leyen segir að strax á þessu ári verði gripið til aðgerða sem dragi stórlega úr þörf á orku frá Rússlandi og fjárfest verði í endurnýjanlegum orkugjöfum. „Þessi síðasta árásargjarna aðgerð Rússa er sterk áminning um að við þurfum að vinna með áræðanlegum samstarfsaðilum og byggja upp sjálfstæði í orkumálum. Tímabil jarðefnaeldsneytis frá Rússlandi er liðið. Evrópa er í framsókn í orkumálum,“ sagði Ursula von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Pólland Búlgaría Þýskaland Orkumál Evrópusambandið Tengdar fréttir Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. 27. apríl 2022 06:41 Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. 26. apríl 2022 19:20 Vaktin: Gefa lítið fyrir aðvaranir Rússa um kjarnorkustríð Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. 26. apríl 2022 06:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. 27. apríl 2022 06:41
Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. 26. apríl 2022 19:20
Vaktin: Gefa lítið fyrir aðvaranir Rússa um kjarnorkustríð Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. 26. apríl 2022 06:48