Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 09:11 Biden er í opinberri heimsókn í Tókýó í Japan. AP/David Mareuil Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam. Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Ummælin lét Biden falla í opinberri heimsókn í Japan í dag. Undanfarna áratug hefur Bandaríkjastjórn að ásettu ráði ekki sagt ótvírætt hvort hún væri tilbúin að beita valdi til að verja Taívan , að sögn Reuters-fréttastofunnar. Biden svaraði játandi þegar fréttamaður spurði hann hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar væri ráðist á það. „Það er skuldbindingin sem við gengumst undir,“ sagði forsetinn. Reuters segir að þjóðaröryggisráðgjafar bandaríska forsetans hafi verið órólegir í sætum sínum þegar hann svaraði spurningunni. Nokkrir þeirra hafi verið niðurlútir þegar hann virtist lofa Taívan afdráttarlausum stuðningi. Þegar Biden lét svipuð ummæli falla í október var því sums staðar lýst sem axarskafti forsetans en Hvíta húsið hafnaði því að þau mörkuðu nýja stefnu gagnvart Taívan og Kína. Tók hann fram að hann gerði ekki ráð fyrir að til innrásar kæmi. Stjórnvöld í Beijing líta á Taívan sem hluta af Kína og hefur spenna á milli þeirra og stjórnvalda á Taívan farið vaxandi. Málefni Taívan er einn helsti ásteytingarsteinninn í samskiptum Kína við Bandaríkin. Markmið ferðar Biden til Asíu er meðal annars að vinna gegn vaxandi áhrifum Kína. Tilkynnti hann um stofnun nýs efnahagsbandalags við Indland og Kyrrahafsríki sem kemur í staðinn fyrir Kyrrahafsefnahagsbandalagið sem Donald Trump sleit. Þrettán ríki sem saman eiga um 40% af samanlagðri landsframleiðslu heimsins eiga þátt í bandalaginu: Ástralía, Brunei, Indland, Indónesía, Japan, Suður-Kórea, Malasía, Nýja-Sjáland, Filippseyjar, Singapúr, Taíland og Víetnam.
Bandaríkin Taívan Kína Japan Joe Biden Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent