Baldwin ræðir við Allen í beinni á Instagram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2022 11:17 Það er óhætt að segja að báðir menn hafi verið á milli tannanna á fólki síðustu misseri. epa Leikarinn Alec Baldwin hefur greint frá því að hann muni taka viðtal við leikstjórann Woody Allen á morgun, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Instagram. „Ég elska þig Woody. Instagram; ég stend með Woody,“ segir Baldwin í myndskeiði sem hann birti til að auglýsa viðtalið. Allen hefur lítið vilja ræða við fjölmiðla síðustu ár, án efa vegna ásakana ættleiddrar dóttur hans um að hann hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var barn. HBO birti heimildarmynd um ásakanirnar í fyrra, Allen vs. Farrow, þar sem Dylan Farrow og móðir hennar Mia Farrow fóru yfir málið. Í myndinni var í fyrsta sinn birt myndskeið þar sem Dylan, þá 7 ára, segir frá meintri árás Allen. Baldwin, sem sætir sjálfur rannsókn fyrir að hafa orðið konu að bana við tökur á nýrri kvikmynd, segist í færslu sinni á Instagram ekki hafa nokkurn áhuga á skoðunum annarra þegar kemur að Allen. „Ég er AUGLJÓSLEGA einhver sem hefur sínar eigin skoðanir og GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA um vangaveltur annarra. Ef þú ert þeirrar skoðunar að það eigi að rétta yfir mönnum í heimildarmynd á vegum HBO þá er það þitt mál,“ segir leikarinn. Allen leikstýrði Baldwin í myndinni To Rome with Love. View this post on Instagram A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta) Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Woody Allen Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Ég elska þig Woody. Instagram; ég stend með Woody,“ segir Baldwin í myndskeiði sem hann birti til að auglýsa viðtalið. Allen hefur lítið vilja ræða við fjölmiðla síðustu ár, án efa vegna ásakana ættleiddrar dóttur hans um að hann hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var barn. HBO birti heimildarmynd um ásakanirnar í fyrra, Allen vs. Farrow, þar sem Dylan Farrow og móðir hennar Mia Farrow fóru yfir málið. Í myndinni var í fyrsta sinn birt myndskeið þar sem Dylan, þá 7 ára, segir frá meintri árás Allen. Baldwin, sem sætir sjálfur rannsókn fyrir að hafa orðið konu að bana við tökur á nýrri kvikmynd, segist í færslu sinni á Instagram ekki hafa nokkurn áhuga á skoðunum annarra þegar kemur að Allen. „Ég er AUGLJÓSLEGA einhver sem hefur sínar eigin skoðanir og GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA um vangaveltur annarra. Ef þú ert þeirrar skoðunar að það eigi að rétta yfir mönnum í heimildarmynd á vegum HBO þá er það þitt mál,“ segir leikarinn. Allen leikstýrði Baldwin í myndinni To Rome with Love. View this post on Instagram A post shared by Alec Baldwin (@alecbaldwininsta)
Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mál Woody Allen Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira