Hvernig skólatösku á ég að velja fyrir barnið mitt? – skilaboð frá iðjuþjálfum Þóra Leósdóttir skrifar 11. ágúst 2022 13:01 Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að skólastarf í grunnskólum landsins hefjist aftur að loknu sumarleyfi. Þúsundir barna munu byrja sína grunnskólagöngu og trítla í skólann glöð í bragði. Að mörgu er að hyggja þegar velja á skólatösku og miðað við auglýsingar verslana er úrvalið töluvert. Iðjuþjálfar hvetja foreldra til að vanda valið enda hefur góð skólataska mikið forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barna. Iðjuþjálfafélag Íslands fékk styrk úr Lýðheilsusjóði 2019 sem var nýttur til að uppfæra ráðleggingar iðjuþjálfa um líkamsstöðu barna og skólatöskur. Bæklingurinn er aðgengilegur á heimasíðum Embættis landlæknis og Iðjuþjálfafélags Íslands. Þrátt fyrir að áhersla sé lögð á skólatöskur fyrir yngri börn þá eiga flest þessi atriði einnig við um stálpuð börn og ungmenni. Iðjuþjálfar myndu vilja sjá mun fleiri framhalds- og háskólanemendur nýta sér góða bakpoka eða töskur á hjólum. Allt of algengt er að sjá nemendur burðast með þungar hliðartöskur yfir aðra öxlina á leið í skólann með tilheyrandi álagi á stoðkerfið. Hér er gripið niður í nokkrar ráðleggingar sem fram koma í bæklingnum. Að velja réttu skólatöskuna: Í skólatöskunni þarf að vera gott pláss fyrir nauðsynleg gögn. Rétt stærð miðað við stærð og vöxt barnsins. Taskan ekki vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Að raða í skólatöskuna: Þyngstu hlutirnir sem næst baki barnsins. Hlutir í töskunni þurfa að vera stöðugir þannig að þeir renni ekki til. Fara daglega yfir það sem barnið á að hafa í töskunni, bara það nauðsynlegasta. Sund- og íþróttaföt fara ofan í töskuna í stað þess að festa íþróttapoka yfir hana. Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið borið hluta í fanginu til þess að draga úr álagi á bakið. Foreldrar þurfa að aðstoða barnið við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að stilla skólatöskuna: Nota báðar axlarólar og stilla þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins en án þess að valda óþægindum. Notið mittisólina til að þunginn dreifist jafnt á líkamann. Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Of þung og ranglega stillt skólataska: Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? Að bera of þunga eða rangt stillta tösku getur valdið bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Ef of mikill þrýstingur er á þessu svæði getur það valdið sársauka og dofa á hálsi, handleggjum og höndum. Að bera skólatöskuna á annari öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigjist og slíkt getur valdið óþægindum og verkjum. Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun