Forsetahjónin fögnuðu með Margréti Þórhildi Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 20:17 Frá vinstri: Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Haraldur Noregskonungur, Margrét Þórhildur Danadrottning, Karl Gústaf Svíakonungur og Sauli Niinistö Finnlandsforseti. Kongehuset/Keld Navntoft Í dag fagnaði Margrét Þórhildur Danadrottning fimmtíu ára valdaafmæli sínu. Hún bauð þjóðhöfðingjum Norðurlandanna til veislu og forsetahjónin íslensku létu sig ekki vanta. Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Margrét Þórhildur tók við völdum í Danmörku þann 14. janúar 1972 og í dag var haldið upp á fimmtíu ára valdaafmæli hennar. Hátíðarhöldin hófust með hátíðarguðsþjónustu og að henni lokinni bauð drottningin konungshjónum Noregs og Svíþjóðar og forsetahjónum Íslands og Finnlands til hádegisverðar um borð í konunglega skipinu Dannebrog. Á meðan gestir snæddu hádegisverð var Dannebrog siglt um Eyrarsund. Lengst við völd allra í Evrópu Í kvöld var svo haldinn hátíðarkvöldverður í Kristjánsborgarhöll þar sem drottningin ávarpaði veislugesti. Hún hóf ræðu sína á því að minnast Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu, sem féll frá á fimmtudag, og biðja veislugesti að rísa á fætur og halda þögn í eina mínútu henni til heiðurs. Eftir fráfall Elísabetar er Margrét Þórhildur sá þjóðarleiðtogi sem lengst hefur verið við völd í Evrópu. Aðeins Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, hefur verið lengur við völd en Danadrottning. Undir lok ræðu sinnar sagði Margrét Þórhildur að engar þjóðir í heiminum væru nánari en Norðurlandaþjóðirnar og því vildi hún sérstaklega bjóða velkomin þau Karl Gústaf konung og Silvíu Svíadrottningu, Harald konung og Sonju Noregsdrottningu, Sauli Niinistö Finnlandsforseta og frú Jenni Haukio; og Guðna Jóhannesson forseta Íslands og frú Elizu Reid.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Íslendingar erlendis Margrét Þórhildur II Danadrottning Haraldur V Noregskonungur Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira