Hugmyndahatturinn: Skapandi samstarf grunnskóla og safna Jóhanna Bergmann skrifar 11. október 2022 17:01 Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri grunnskólakennari; hefur þig ekki lengi langað til að nýta söfnin betur i kennslu nemenda þinna? Út er komin á rafrænu formi handbókin Hugmyndahatturinn sem er aðgengilegt uppflettirit fyrir grunnskólakennara um mögulegar fræðsluleiðir í samstarfi við söfn, þar sem sköpunarkraftur nemenda fær að njóta sín og safnið verður að vettvangi þeirra til að rannsaka, uppgötva og gera nýjar tengingar í huga sér. Í handbókinni eru 28 dæmi um skapandi samstarf við grunnskóla frá söfnum víðs vegar á landinu. Öll lýsa þau námsferli með áherslu á virkni nemenda og skapandi úrvinnslu. Þannig eru þau grunnskólakennurum hvatning til að líta til safna um samstarf um gefandi námsupplifun fyrir nemendur. Grunnskólakennari sem flettir í gegnum Hugmyndahattinn sér hvað hægt er gera í samvinnu við söfn og er þá vonandi tilbúnari í samtal við safnafólkið í sínu nærumhverfi um verkefni sem myndi henta hans nemendum og lyfta þeirra námi. Það er von höfundar að kennarinn valdeflist gagnvart safninu og finni að hann geti haft áhrif á safnheimsóknina og látið hana þjóna sinni námsyfirferð með nemendum. Með því móti eru nemendur einbeittari í safnheimsókninni vegna þess að markmiðin með henni eru þeim ljósari. Þjóðsagna StopMotion smiðja.Minjasafn Austurlands Verkefnin í bókinni eiga það sameiginlegt að fara á einhvern hátt út fyrir ramma hefðbundinnar safnheimsóknar (leiðsögn og e.t.v. verkefni leyst). Þau eru ólík innbyrðis, t.d. að því leyti að mismunandi er hvaðan frumkvæðið kemur, hver mótaði verkefnið, hvað nemendur gera og hvort afrakstri er fylgt eftir og gerður sýnilegur út fyrir bekkinn. Nokkur verkefnanna snúast um stafræna miðlun enda hafa á undanförnum árum orðið til á söfnum þó nokkur skemmtileg, fjölbreytt, skapandi og fræðandi dæmi um hvernig nýta má þennan miðlunarmáta til að ná inn til skólanna. Handbókin er lóð á vogarskálar vitundarvakningar innan grunnskólanna um að söfnin standi þeim opin, að kennarar og nemendur geti haft áhrif á hvað gerist í safninu, eða í samvinnu við safnið, en þurfi ekki að vera aðeins óvirkir þiggjendur safnfræðsludagskrár sem starfsfólk safnsins hefur mótað einhliða. Hugmyndahattinn má nálgast í pdf formi á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands eða í flettiforriti hjá List fyrir alla. Höfundur er safnkennari við Þjóðminjasafn Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar