Samlegðaráhrif af COP27 Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar)
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun