Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 21:32 Armie Hammer hefur verið sakaður um kynferðisbrot og ofbeldi af mörgum konum. Getty/Matt McClain Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira