Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 10:35 Bell teiknaði skopmyndir fyrir Guardian í um 40 ár. Getty/Corbis/Colin McPherson Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“