Óendurgoldin ást Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 12:31 Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Ég er 47 ára kona, sjálftitlaður heimspekingur, skáld og þýðandi og ég er í ástarsorg. Fyrsta ástin mín voru stjórnmálin eða réttara sagt baráttan fyrir betri heimi með pólitíkinni. Ein af fyrstu minningunum mínum snýst um gleðina er Francois Mitterand var kosinn forseti Frakklands 1981, ég þá fimm ára og búsett í Frakklandi. Mótmælagöngur og virk pólitísk umræða var eitthvað sem ég fékk jú með móðurmjólkinni. „Þú verður að sjá hvernig heimurinn raunverulega er,“ sagði mamma á meðan við horfðum á myndir sem fjölluðu um Víetnamstríðið. Í plötusafni foreldra minna var plata með söngvum Victor Jara og sagan af örlögum hans er greipt í huga minn. Þegar ég var tíu ára horfði ég á Klaus Barbie réttarhöldin í franska sjónvarpinu og óaði við hryllilegum stríðsglæpum sem ég gat ekki ímyndað mér að yrðu nokkru sinni endurteknir. Það var stöðugt talað um pólitík og hugsjónir á mínu heimili. Fólk var mælt eftir því hvort það læsi Þjóðviljann eða Moggann. Fylkingin, Trotskýistafélagið, MÍR og Keflavíkurgangan voru hluti af orðaforða mínum frá unga aldri. Um unglingsaldurinn var pabbi minn búinn að gefast upp á pólitíkinni. Við körpuðum æ oftar um það hvort það að kjósa skipti máli og þær umræður enduðu yfirleitt á því að ég grátbað hann um að kjósa þó það væri nú ekki nema fyrir mína hönd. Og auðvitað átti hann erfitt með að neita einkabarninu um nokkuð. Ég hafði bjargfasta trú á því að það að nýta kosningaréttinn skipti sköpum fyrir frið í heiminum. Rétt eins og Alþjóðalög og Sameinuðu þjóðirnar. Og þá erum við komin að ástarsorginni minni því rétt eins og sjálftitlaði fjöllistamaðurinn Atli Bollason hef ég orðið fyrir ósegjanlegum vonbrigðum með pólitíkina og Alþingi þessarar sjálftitluðu friðelskandi þjóðar. Því nú erum við að horfa upp á þjóðarmorð. Tölurnar um mannfallið á Gaza eru svo hryllilegar. Meira en 11.000 manneskjur þar af 5800 börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina sagði 6. nóvember að Gaza væri að breytast í barnagrafreit. Tölurnar hækka svo hratt að það er engan veginn hægt að fylgjast með. Ég finn til fullkomins magnleysis gagnvart þessari ömurlegu grimmd. Ég í minni naívísku trú hélt að það væri einmitt með pólitíkinni sem fólk hefði áhrif. Pólitíkin brást mér og hún er í dag að bregðast heillri þjóð. Þessi sama pólitík hefur brugðist þessari þjóð ítrekað síðan 1948. Í dag er verið að fremja svo alvarlega stríðsglæpi að það er er varla hægt að orða þá. Skyndilega er mannkynið komið aftur í sömu spor og í Seinni heimstyrjöldinni. Í dag sá ég líflausa barnsfætur liggja undir steypurústum á Instagram. Á meðan ég drakk morgunkaffið sá ég föður bera líflaust barnið sitt innan um húsarústir. Ég sé dáin börn, myndir af fjöldagröfum. Milljónir manns á flótta, fólk hefur ekki aðgang að vatni, mat eða öðrum nauðsynjum. Ég heyri starfandi lækna á Gaza grátbiðja einhver stjórnvöld að stoppa þennan hrylling. Mosab Abu-Toha, skáld og bókavörður líkt og ég er handsamaður af her Ísraelsmanna þegar hann er að reyna flýtja suður með fjölskyldu sinni í Gaza, ekkert heyrist frá honum í nokkra daga. Hann hefur verið að skrifa um þennan óhugnað í New Yorker, ég hef fylgt hverri einustu færslu frá honum og um hann í fjölmiðlum, ég er óttaslegin um örlög hans. Frétt berst um að hann hafi verið látinn laus, barinn af Ísraelsher. Hver var glæpurinn? Að hann sagði frá hryllingnum í fjölmiðlum, að hann fæddist á röngum stað? Það er búið að afmennska heila þjóð, rúmlega tvær milljónir manneskja. Ég horfi á þetta í beinni útsendingu daglega, ég deili fréttum á samfélagsmiðlum, ég skelf, græt og reyni að mæta á mótmæli og muna hvaða vörur ég á ekki að kaupa sem koma frá Ísrael. Ég á erfitt með að sofna á kvöldin og ég vakna leið. En ólíkt íbúum Gaza heldur líf mitt áfram eins og það rennur vatn í krananum því ég er fædd á réttum stað. Það er umhugsunarvert þegar pólítikinni er fyrst og fremst ætlað að halda í horfinu frekar en að hnekkja á hrópandi óréttlæti eins og því sem við erum að verða vitni að. Því að ekki er þetta flókið. Grímulaust ofstæki og kúgun af hendi Ísraelsstjórnar í garð Palestínumanna fer nú fram í allra augsýn, hvar öll alþjóðalög eru mölbrotin, sjúkrahús sprengd og sjúklingar reknir út á götu. Ísrael hefur verið margfordæmt fyrir aðgerðir sínar, af SÞ, Rauða krossinum og Amnesty International en landið fer samt ítrekað á svig við allar alþjóðasamþykktir. Hörmulegast er svo að horfa upp á viðbrögð alþjóðasamfélagsins sem lyftir ekki litla fingri til að skakka leikinn. Höfundur er skáld, þýðandi og bókavörður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun