Berghlaup á Grænlandi gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2023 07:57 Myndin sýnir sex kílómetra breitt og eittþúsund metra hátt belti berghlaupsins. Kristian Svennevig/GEUS Berghlaup sem varð við vesturströnd Grænlands við lok síðustu ísaldar er það stærsta sinnar tegundar sem vitað er um á jörðinni. Vísindamönnum reiknast til að það gæti hafa valdið 280 metra hárri flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal. Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Grein um berghlaupið birtist í bandaríska vísindaritinu Geology í síðustu viku en að henni stendur alþjóðlegt rannsóknarteymi níu vísindamanna. Aðalhöfundurinn, jarðfræðingurinn Kristian Svennevig, er yfirmaður hjá GEUS í Kaupmannahöfn, Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands. Berghlaupið varð fyrir um tíu þúsund árum á norðurströnd Diskó-eyjar. Risastór bergfyllan féll út í Vaigat-sund milli eyjunnar og meginlands Grænlands. Í viðtali á heimasíðu GEUS við Kristian Svennevig kemur fram að vísindamennirnir hafi fundið ummerki um níu stór berghlaup á svæðinu. Þessi skýringarmynd birtist með vísindagreininni í Geology og sýnir hvar berghlaupið stóra varð. „Greining okkar sýnir að það stærsta er 8,4 rúmkílómetrar að stærð, sem er algjörlega óskiljanlegt. Það er meira en eitthundrað sinnum stærra en þau berghlaup sem við höfum séð á síðustu hundrað árum og alls ekki eitthvað sem við áttum von á að finna,“ segir Kristian í viðtalinu. Þar segir að berghlaupið sé líklega það stærsta sem valdið hafi flóðbylgju sem vitað sé um á jörðinni, að frátöldum þeim sem verða á eldfjöllum. Útreikningar sýni að það gæti hafa framkallað allt að 280 metra háa flóðbylgju í 25 kílómetra fjarlægð. Skriðan barst fimmtán kílómetra út í sjó. Þessi skriða féll árið 2021 á sömu slóðum á Grænlandi og sýnir vel aðstæður.Gregor Lützenberg/Kaupmannahafnarháskóli Til samanburðar má geta þess að Öskjuhlíð er 61 metra há og Úlfarsfell er 296 metra hátt. Flóðbylgja af þessari stærð hefði þannig náð hærra en öll byggð á Reykjavíkursvæðinu. Þetta svæði á Diskó-eyju er ekki fjarri Karrat-firði þar sem mannskætt berghlaup varð árið 2017. Þá fórust fjórir einstaklingar þegar flóðbylgja skall á þorpunum Uummannaq og Nuugaatsiaq og 170 manns þurftu að yfirgefa heimili sín. Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq í júní árið 2017. Hluti úr fjallshlíð hrundi út í fjörð og olli flóðbylgjunni. Fjórir fórust.Vísir/EPA „Til að skilja framtíðina verðum við að horfa aftur í tímann,“ segir Kristian Svennevig. Með væntanlegri hækkun hitastigs á norðurslóðum í tengslum við loftslagsbreytingar verði að gera ráð fyrir að skriðuföllum muni fjölga. Þess vegna verði að líta enn lengra aftur í tímann til að skilja hvað geti gerst í framtíðinni þar sem loftslagsaðstæður eigi sér engin sögulegt fordæmi, segir Kristian. Berghlaup kallast það þegar stórar fjallssneiðar falla niður en þau finnast víða hérlendis. Þau stærstu og þekktustu eru Vatnsdalshólar og Hraun í Öxnadal.
Danmörk Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Grænland Tengdar fréttir Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25
Flóðbylgjan á Grænlandi afleiðing hlýnunar og bráðnunar jökla Sömu kraftar og ollu flóðbylgju á Grænlandi eru að verkum við bráðnandi íslenska skriðjökla. Jarðfræðingur segir að vakta þurfi jöklana vegna hættu á flóðbylgjum. 21. júní 2017 10:00
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23